Seðlabanki Íslands boðar til kynningarfundar vegna yfirlýsingar peningastefnunefndar og útgáfu Peningamála og hefst fundurinn klukkan 9:30 í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík.
Á fundinum gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála.
Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér fyrir neðan.