Friðheimar byggja húsnæði fyrir starfsmenn í Reykholti

Starfsmannahúsið rís í nýju hverfi í Reykholti og reiknað er …
Starfsmannahúsið rís í nýju hverfi í Reykholti og reiknað er með að framkvæmdum ljúki í mars á næsta ári.

Ferðaþjónustufyrirtækið Friðheimar í Biskupstungum, sem rekur meðal annars garðyrkjustöð, veitingastað og vínstofu, hóf nýlega byggingu 300 fermetra starfsmannahúsnæðis í Reykholti. Knútur Rafn Ármann, sem hefur ásamt eiginkonu sinni, Helenu Hermundardóttur, rekið Friðheima um árabil, segir að framkvæmdin sé liður í örum vexti fyrirtækisins.

„Við vorum að fara stað að byggja rúmlega 300 fermetra raðhús sem rúmar 12 starfsmenn til að mæta auknum starfsmannafjölda og reiknum með að verkið klárist í mars á næsta ári. Í dag eru 78 starfsmenn allt árið í Friðheimum en við þurfum að bæta við 12 til 14 starfsmönnum yfir sumarvertíðina,“ segir Knútur Rafn í samtali við ViðskiptaMoggann.

Bjóða starfsfólki húsnæði

Aðspurður segir hann eina af áskorunum þess að reka ört stækkandi fyrirtæki á landsbyggðinni að manna allar stöður.

„Við fórum þá leið að bjóða starfsfólki upp á húsnæði í sveitarfélaginu á sanngjörnu verði og í dag á fyrirtækið um 25 íbúðir í Reykholti sem hafa verið ýmist byggðar eða keyptar fyrir þá,“ segir Knútur.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK