Segjast ná fram 15-20% verðlækkun

Heimkaup hafa selt rafrænar kennslubækur fyrir háskólastigið.
Heimkaup hafa selt rafrænar kennslubækur fyrir háskólastigið. Hákon Pálsson

Sigurður Pálsson, verkefnisstjóri rafrænna kennslubóka fyrir háskólastigið hjá Heimkaupum, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að nýir samningar við birgja þýði að Heimkaup geti nú boðið rafræn kennslugögn á 15-20% lægra verði en á sama tíma í fyrra. Þá hafi leiguvalkostum verið fjölgað umtalsvert í sömu samningum. Verðlækkunin endurspeglast líka í leigutitlunum að sögn Sigurðar.

Sigurður Pálsson verkefnisstjóri rafrænna kennslubóka fyrir háskólastigið hjá Heimkaupum.
Sigurður Pálsson verkefnisstjóri rafrænna kennslubóka fyrir háskólastigið hjá Heimkaupum.

Nýtast framhaldsskólanemum

Hann segir að Heimkaup bjóði nemendum háskóla að kaupa rafrænar bækur en einnig að leigja til lengri og styttri tíma. Sumar háskólabækurnar nýtast framhaldsskólanemendum sömuleiðis í ákveðnum fögum. Sem dæmi er hægt að kaupa bók sem kostar um 15.000 kr. prentuð á 7.500 kr. í rafrænu formi. Þá er hægt að leigja hana á rúmar fimm þúsund krónur í sex mánuði.

„Eftir því sem bókin er með styttri líftíma er hún ódýrari,“ segir Sigurður. 

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK