Sesselía lætur af störfum

Sesselía Birgisdóttir.
Sesselía Birgisdóttir.

Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Vodafone fjarskipta, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Hún hefur gegnt starfinu frá apríl 2022, en sat áður í stjórn félagsins um árabil. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. 

„Sesselía hefur á undangengnum árum starfað ötullega með teymi sínu að sölu-, þjónustu og markaðsmálum fjarskiptareksturs Sýnar hf. Hún verður félaginu áfram innan handar þar til eftirmaður hennar verður ráðinn.  Við þökkum Sesselíu fyrir mikilvægt framlag í þágu félagsins og óskum henni velfarnaðar,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, í tilkynningunni. 

„Sýn er frábært félag og hef ég leitt ákveðnar breytingar innan Vodafone fjarskipta síðustu ár með því góða fólki sem þar starfar. Ég er mjög stolt af þeim árangri sem að náðst hefur á því tímabili og þeirri mikilvægu þjónustu sem fyrirtækið veitir viðskiptavinum sínum bæði í fjarskiptum og fjölmiðlun á degi hverjum. Ég óska félaginu alls hins besta og þakka samstarfið“ er haft eftir Sesselíu Birgisdóttur, í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK