Björgvin Pétur nýr formaður

Ný stjórn Sam­taka vefiðnaðar­ins, SVEF, hef­ur tekið til starfa.
Ný stjórn Sam­taka vefiðnaðar­ins, SVEF, hef­ur tekið til starfa. Ljósmynd/Aðsend

Ný stjórn Samtaka vefiðnaðarins, SVEF, hefur tekið til starfa. Björgvin Pétur Sigurjónsson hefur tekið við formennsku af Lindu Lyngmo, en hún hefur setið í formannsstólnum undanfarið ár.

Þetta kom fram í tilkynningu frá samtökunum. 

Auk Björgvins koma þau Anna Kolbrún Jensen, Brian Johannessen, Einar Ben, Kristín Jóna Þorsteinsdóttir, Sigurður Snær Eiríksson, Sigurjón Rúnar Vikarsson og Sveinn Steinarsson öll ný inn í stjórn SVEF en Valeria R. Alexandersdóttir sat einnig í stjórn í fyrra ásamt Björgvini.

Rúmlega þrjú hundruð meðlimir

SVEF eru félagasamtök þeirra sem starfa við vefmál hér á landi og markmið samtakanna miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni.

Í samtökunum eru rúmlega þrjú hundruð manns sem koma úr ýmsum áttum atvinnulífsins. Meðal annars eru meðlimirnir vefarar, forritarar, hönnnuðir, markaðsstjórar, prófarar, framkvæmdastjórar og ráðgjafar svo dæmi séu tekin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK