Viðrað illa fyrir þyrlur

Til að spara sér sporin kýs sumt fólk að fara …
Til að spara sér sporin kýs sumt fólk að fara í útsýnisferðir með þyrlum til að berja eldgos augum. mbl.is/Árni Sæberg

Það var enginn barlómur í forsvarsmönnum tveggja þyrlufyrirtækja sem Morgunblaðið ræddi við í gær. Fyrirtækin bjóða meðal annars upp á útsýnisflug yfir gossvæðið á Reykjanesi, sem vaknaði af stuttum dvala sínum á fimmtudagskvöld. Forsvarsmennirnir voru sammála um að slæmt veður hefði sett svip á þyrluferðir í sumar en segjast ekki finna fyrir samdrætti.

„Þetta ár hjá þyrlufyrirtækjum hefur mótast af veðráttunni en almennt séð kvörtum við ekki. Það væri óskandi að hafa fengið betra veður í sumar. Til að mynda rigndi meira í júlí á landinu en hafði gert í 40 ár,“ segir Birgir Ómar Haraldsson forstjóri Norðurflugs spurður um sumarvertíðina.

Bókanir tóku strax kipp

Aðspurður hvort bókanir hafi tekið kipp eftir að gosið hófst að nýju í fyrradag segir Birgir að svo hafi verið. Hann bendir á að þetta sé níunda eldgosið á Reykjanesinu og eftirvæntingin sé kannski ekki eins mikil og í fyrri gosum.

„Bókanir aukast alltaf þegar gos hefst en manni finnst orðið rólegra yfir fólki. Það má segja að allir séu orðnir vanir því að það gjósi á þessu svæði,“ segir hann.

Friðgeir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Helicopters, tekur í sama streng og segir veðráttuna hafa haft sitt að segja um sumarvertíðina.

„Það er búið að ganga á ýmsu hjá okkur út af veðrinu í sumar, sem er eitt það versta sem ég man eftir. Við höfum samt með mikilli útsjónarsemi náð að vinna í kringum það. Til að mynda höfum við þurft að breyta ferðabókunum ef við getum ekki farið þangað sem við ætluðum vegna slæms veðurs,“ segir Friðgeir.

Hann segir aðspurður að eftir að byrjaði að gjósa hafi nánast í sömu andrá fjölgað fyrirspurnum um útsýnisferðir yfir gossvæðið og allt sé fullbókað í dag og næstu daga.

Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK