Mega „aftengja sig“ eftir vinnu

Fólkið getur valið að hunsa skilaboð vinnuveitenda sinna.
Fólkið getur valið að hunsa skilaboð vinnuveitenda sinna. AFP

Regla sem felur í sér „rétt til að aftengja sig“ hefur tekið gildi í Ástralíu. Samkvæmt henni ber fólki hvorki skylda til að svara símtölum né lesa skilaboð frá vinnuveitendum sínum eftir að það hefur lokið vinnudeginum.

Þessi nýja lög veita starfsfólki þennan rétt án þess að það eigi yfir höfði sér refsingu frá yfirmönnum sínum.

Í niðurstöðum skoðanakönnunar sem var birt í fyrra kemur fram að hver Ástrali vann að meðaltali 281 klukkustund í ólaunaða yfirvinnu árlega.

Fleiri en 20 lönd innleitt sams konar lög

Yfir 20 lönd, flest í Evrópu og Suður-Ameríku, hafa nú þegar innleitt sams konar lög og Ástralir, að sögn BBC.

Lögin banna þó ekki vinnuveitendum að hafa samband við starfsfólk sitt að loknum vinnudeginum. Þess í stað hefur starfsfólkið rétt til að svara vinnuveitendunum sínum ekki nema sú ákvörðun teljist órökrétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK