Ólíklegt að vextir lækki á þessu ári

Seðlabankinn gat ekki tekið aðra ákvörðun en að halda vöxtum óbreyttum til þess að halda trúverðugleika. Ólíklegt er að vextir lækki á þessu ári. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, í Dagmálum.

„Ef þú hefðir spurt einhvern fyrir ári hvað myndi gerast ef við héldum vöxtum í 9,25%, flestir hefðu verið svartsýnni á ganginn í hagkerfinu,“ segir Erna.

Spurð hvort það sé ekki tiltölulega stutt síðan aðhaldið varð hæfilegt þar sem raunvextir urðu ekki 4% fyrr en fyrir um sex mánuðum síðan svarar hún því játandi og segir ljóst að fólki sé tamt að horfa á hverjir nafnvextir eru og hugsi ekki endilega vextina með tilliti til verðbólgu.

Staðan í ríkisfjármálunum hjálpi ekki stöðunni

Ekki megi gleyma því að aðeins eitt ár er frá því að vextir voru hækkaðir í 9,25% og það taki yfirleitt 12-18 mánuði að hafa áhrif.

„Í því ljósi er ekkert skrýtið að áhrifin hafi ekki verið meiri. Við munum sjá þau með tíð og tíma en ekki má gleyma því að sá valkostur að heimilin geti fært sig yfir í verðtryggð lán dregur úr biti peningastefnunnar,“ segir Erna og útskýrir að það geri það að verkum að aðlögunin taki lengri tíma því hún þarf að koma í gegnum vinnumarkaðinn með auknu atvinnuleysi.

Hún segir að staðan í ríkisfjármálum hjálpi ekki stöðunni.

„Ríkið talar um að auka aðhaldið en ríkið hefur verið rekið með halla frá heimsfaraldri, sem var skiljanlegt þá. Við fáum fréttir af að tekjur ríkissjóðs séu 100 milljörðum umfram áætlun og hagvöxtur sé sá mesti í 50 ár. Þá spyr maður sig: Af hverju var ekki hægt að draga saman seglin fyrr?“ segir Erna.

Viðtalið í heild sinni er aðgengi­legt áskrif­end­um Morg­un­blaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK