Boðar hópmálsókn gegn Sveini Andra

Skúli Gunnar Sigfússon og Sveinn Andri Sveinsson.
Skúli Gunnar Sigfússon og Sveinn Andri Sveinsson. Samsett mynd

Dóm­kvadd­ur matsmaður tel­ur að Sveinn Andri Sveins­son hrl. hafi, sem skipta­stjóri þrota­bús­ins EK1923 ehf., skrifað á sig of marg­ar vinnu­stund­ir við slit á bú­inu auk þess að hafa inn­heimt of hátt tíma­gjald. Kostnaður við skipti fé­lags­ins nam tæp­lega 200 millj­ón­um króna en þókn­un til Sveins Andra nam um 170 millj­ón­um króna.

Í mats­gerð sem matsmaður skilaði í júní sl., og Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um, kem­ur fram að hæfi­leg þókn­un til skipta­stjóra hefði átt að nema 74-87 millj­ón­um króna. Þá hefði fjöldi vinnu­stunda átt að nema á bil­inu 1.600-1.900, en sam­tals voru tæp­lega 3.450 vinnu­stund­ir skráðar við slit á bú­inu. Þannig tel­ur matsmaður að tíma­fjöldi og tíma­verð hafi hvort tveggja verið oftalið við skipt­in.

Lögmaður Skúla Gunn­ars Sig­fús­son­ar at­hafna­manns hef­ur, á grunni fyrr­nefndr­ar mats­gerðar, gert kröfu á hend­ur Sveini Andra um greiðslu á því sem út af stóð af kröf­um fé­laga í eigu Skúla Gunn­ars við gjaldþrota­skipt­in. Skúli Gunn­ar fór fram á að dóm­kvadd­ur matsmaður tæki út störf skipta­stjóra bús­ins. Er það mat lög­manns Skúla að hægt hefði verið að gera upp skuld­ir bús­ins og skila því til fyrri eig­enda.

Þá hef­ur lögmaður­inn sent öðrum kröfu­höf­um bréf, þar sem þeim er boðið að taka þátt í mála­rekstri gegn Sveini Andra, en Morg­un­blaðið hef­ur er­indi lög­manns­ins einnig und­ir hönd­um. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK