Boðar hópmálsókn gegn Sveini Andra

Skúli Gunnar Sigfússon og Sveinn Andri Sveinsson.
Skúli Gunnar Sigfússon og Sveinn Andri Sveinsson. Samsett mynd

Dómkvaddur matsmaður telur að Sveinn Andri Sveinsson hrl. hafi, sem skiptastjóri þrotabúsins EK1923 ehf., skrifað á sig of margar vinnustundir við slit á búinu auk þess að hafa innheimt of hátt tímagjald. Kostnaður við skipti félagsins nam tæplega 200 milljónum króna en þóknun til Sveins Andra nam um 170 milljónum króna.

Í matsgerð sem matsmaður skilaði í júní sl., og Morgunblaðið hefur undir höndum, kemur fram að hæfileg þóknun til skiptastjóra hefði átt að nema 74-87 milljónum króna. Þá hefði fjöldi vinnustunda átt að nema á bilinu 1.600-1.900, en samtals voru tæplega 3.450 vinnustundir skráðar við slit á búinu. Þannig telur matsmaður að tímafjöldi og tímaverð hafi hvort tveggja verið oftalið við skiptin.

Lögmaður Skúla Gunnars Sigfússonar athafnamanns hefur, á grunni fyrrnefndrar matsgerðar, gert kröfu á hendur Sveini Andra um greiðslu á því sem út af stóð af kröfum félaga í eigu Skúla Gunnars við gjaldþrotaskiptin. Skúli Gunnar fór fram á að dómkvaddur matsmaður tæki út störf skiptastjóra búsins. Er það mat lögmanns Skúla að hægt hefði verið að gera upp skuldir búsins og skila því til fyrri eigenda.

Þá hefur lögmaðurinn sent öðrum kröfuhöfum bréf, þar sem þeim er boðið að taka þátt í málarekstri gegn Sveini Andra, en Morgunblaðið hefur erindi lögmannsins einnig undir höndum. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK