Íslandshótel tapa 1,2 milljörðum

Íslandshótel reka meðal annars Grand Hótel Reykjavík.
Íslandshótel reka meðal annars Grand Hótel Reykjavík. Ljósmynd/Aðsend

Ferðaþjónustufyrirtækið Íslandshótel tapaði 1,2 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins 2024. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi. 

Eignir félagsins námu í lok tímabilsins tæpum 63 milljörðum króna og lækka lítið eitt á milli ára.

Eigið fé hótelsamstæðunnar nemur nú tæpum 22 milljörðum króna en var tæpir 23 milljarðar á sama tíma í fyrra. 

Tekjur félagsins á tímabilinu voru svipaðar og í fyrra og námu 6,7 milljörðum króna, en gistinætur voru 5% færri milli tímabila.

Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins er 35%. 

Í tilkynningu segir að tapreksturinn megi að mestu rekja til kjarasamningshækkana og hás vaxtastigs hérlendis og erlendis.

Standa sterk

„Íslandshótel standa sterk eins og efnahagsreikningurinn sýnir en ýmsir ytri þættir hafa haft sín áhrif. Má þar nefna kjarasamningshækkanir og vaxtastigið sömuleiðis. Gistinóttum hefur fækkað, spár um fjölda ferðamanna hafa ekki alveg gengið eftir og það er einnig ljóst að eldsumbrotin á Reykjanesi hafa haft áhrif. Við höldum áfram að sýna skynsemi í rekstri, starfsmannahópur okkar er öflugur og skýr og umhverfisvæn stefna okkar skilar sínu hjá ferðamönnum sem eru æ meðvitaðri um mikilvægi þess þáttar við val á gistingu. Við horfum því bjartsýn fram á veg,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK