Sigurður ráðinn sem hönnunarstjóri

Sigurður Oddsson.
Sigurður Oddsson. Ljósmynd/Atli Thor

Sigurður Oddsson hefur verið ráðinn til Aton sem hönnunarstjóri. Sigurður hefur síðustu ár starfað í New York en er nú á heimleið og bætist í framlínu hönnuða- og ráðgjafateymis Aton. Sigurður mun m.a. stýra vörumerkjauppbyggingu, stefnumótun og hönnun fyrir fjölbreytta viðskiptavini Aton.

Fram kemur í tilkynningu frá Aton, að Sigurður sé margverðlaunaður hönnuður með yfir 16 ára reynslu hjá auglýsinga- og hönnunarstofum á Íslandi og erlendis. Hann afi undanfarin ár starfað sem hönnunarstjóri hjá hönnunar- og mörkunarstofunni JKR New York en starfaði þar áður sem yfirhönnuður hjá Hugo & Marie, einnig í New York.

„Sigurður hefur lagt sérstaka áherslu á uppbyggingu sterkra og árangursríkra vörumerkja í störfum sínum. Hann starfaði síðast á Íslandi hjá Jónsson & Le´macks. Sjálfstætt hefur hann komið að fjölda verkefna fyrir fyrirtæki og listamenn víða um heim og fengið viðurkenningar fyrir m.a. mörkun, merkjahönnun, umbúðahönnun, leturhönnun, myndskreytingar, hönnun á bókarkápum og plötuumslögum,“ segir jafnframt.  

Þá kemur fram, að hjá JKR New York hafi Sigurður leitt verkefni fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum heims en meðal þeirra sem telja megi upp séu Manischewitz, Bud Light og Corona.

Hjá Hugo & Marie vann hann m.a. að vörumerkjaþróun og hönnun fyrir Apple, Saint Laurent, Equinox og Atmos Magazine. Í sjálfstæðum verkefnum hefur hann m.a. hlotið verðlaun fyrir vörumerkjahönnun fyrir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Body Vodka og Samfylkinguna. Einnig hefur hann unnið að myndskreytingum og listrænni stjórnun fyrir Adobe, The New Yorker og H&M, segir jafnframt í tilkynningunni. 



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK