Guðjón ráðinn framkvæmdastjóri ÍSEY

Guðjón Auðunsson.
Guðjón Auðunsson. Ljósmynd/Aðsend

Guðjón Auðunsson, fyrrverandi forstjóri Reita fasteignafélags, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ÍSEY útflutnings ehf. Guðjón er rekstrarhagfræðingur að mennt og hefur víðtæka og fjölbreytta reynslu úr íslensku atvinnulífi.

Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Þar segir jafnframt, að megin verkefni nýs framkvæmdastjóra, í samvinnu við teymi starfsmanna ÍSEY hér á landi og erlendra samstarfsaðila, sé að stuðla að enn frekari sókn á erlenda markaði með vörur og vörumerkið ÍSEY.

ÍSEY er systurfélag Mjólkursamsölunnar, stofnað árið 2018 í þeim tilgangi að halda utanum erlenda starfsemi og útrás með vörur félagsins. ÍSEY er í eigu Auðhumlu (80%) og KS (20%).


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK