atNorth kynnir stærsta gagnaverið til þessa

Tölvugerð yfirlitsmynd af gagnaverinu og umhverfi þess.
Tölvugerð yfirlitsmynd af gagnaverinu og umhverfi þess. Ljósmynd/Aðsend

Gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth hefur kynnt sitt stærsta gagnaver til þessa í bænum Ølgod í Varde á Vestur-Jótlandi í Danmörku. Gagnaverið, sem byggt er frá grunni á 174 hektara lóð, fær nafnið DEN02, að því er segir í tilkynningu.  

DEN02 er fjórða gagnaverið sem atNorth hefur í byggingu á Norðurlöndum, en fyrir er atNorth með í rekstri þrjú gagnaver á Íslandi, tvö í Svíþjóð og tvö í Finnlandi.

„Óhætt er að segja að DEN02 sé fyrirmynd gagnavera framtíðar. Það er lifandi dæmi um nýsköpun í geiranum, með áherslu á orkunýtingu í hönnun og notkun nýjustu tækni á sviði endurnýtingar varma, góðu staðarvali í Danmörku og áherslu atNorth á sjálfbærni. Gagnaverið er kjörið fyrir hyperscale fyrirtæki og fyrirtæki á sviði gervigreindar sem vilja draga úr kolefnispori þungrar tölvuvinnslu sinnar,” segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth, í tilkynningunni.

Taka á DEN02-gagnaverið í notkun síðla árs 2026. Í fyrsta áfanga verður það með afkastagetu upp á 250 megavött, en frekari stækkun er möguleg í mörg hundruð megavatta afkastagetu.

DEN02 er annað gagnaver atNorth sem rís í Danmörku, en hið fyrra, DEN01, er í grennd við Ballerup og er stefnt að opnun þess fyrir annan ársfjórðung 2025.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK