Fjölmennt á fundi Kompanís

Úlfar Steindórsson var gestur á fundi Kompanís í morgun.
Úlfar Steindórsson var gestur á fundi Kompanís í morgun. Morgunblaðið/Eyþór

Fjölmennt var á morgunverðarfundi Kompanís, viðskiptaklúbbi Morgunblaðsins, sem haldinn var í Hádegismóum í morgun. Fundurinn var vel sóttur, en Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota og stjórnarformaður Bláa lónsins, var gestur Stefáns Einars Stefánssonar, sem ræddi við hann um sögu og starfsemi Toyota, ferðaþjónustuna, og efnahagsástandið.

Indriði Jónsson, eigandi Höfðahallarinnar.
Indriði Jónsson, eigandi Höfðahallarinnar. Morgunblaðið/Eyþór

Úlfar tók við stöðu framkvæmdastjóra Toyota árið 2005, hann hefur starfaði áður víða meðal annars í sjávarútvegi og gegndi um tíma stöðu útvarpsstjóra Stöðvar 3.

Úlfar segir að allur rekstur sé í eðli sínu mjög svipaður milli ólíkra atvinnugreina.

„Auðvitað er starfsemin ólík en í raun gengur þetta út á það sama; að afla meiru en þú eyðir.“

Hver ætlar að borga fyrir þetta?

Þegar talið barst að stöðunni í efnahagslífinu skaut Úlfar á stjórnvöld og sagði að á meðan ríkissjóður væri rekinn með halla þá væri erfitt að sjá hvernig verðbólgan geti farið niður.

Rúna Didriksen, eigandi Misty.
Rúna Didriksen, eigandi Misty. Morgunblaðið/Eyþór

„Það er stærsta vandamálið og á sama tíma þá er gerður samgöngusáttmáli með tilheyrandi kostnaði. Hver ætlar að borga fyrir þetta? Ríkið þyrfti að losna við 70-80 milljarðar af vaxtagjöldum hvert ár áður en ráðist er í nýtt verkefni. Til að verðbólgan fari almennilega niður þá þarf ríkissjóður að draga úr sínum útgjöldum,“ segir Úlfar.

Hann bætir við að háir vextir séu eins og aukaskattur á alla og geri það að verkum að fólk eigi minna á milli handanna og biðji um hærri laun.

Baldur Jónsson og Jón Ragnarsson, hjá Bílahöllinni.
Baldur Jónsson og Jón Ragnarsson, hjá Bílahöllinni. Morgunblaðið/Eyþór

„Verkalýðsforingjarnir beina gagnrýni sinni alltaf að seðlabankanum en tala aldrei um ríkissjóð,“ segir Úlfar.

Sömdum af okkur

Orkuskipti og loftslagsmál voru einnig rædd. Úlfar segir að Íslendingar hafi samið af sér í Parísarsáttmálanum. Við séum fámenn þjóð og ekki raunhæft að við getum verið best í öllu.

„Við erum rétt um 370 þúsund og þar að leiðandi er óframkvæmanlegt að ætla okkur að vera best í öllu. Það að við rembumst við að eyða milljörðum í orkuskipti sem breytir ekki stóru myndinni. Við höldum að allir séu að fylgjast með því sem við erum að gera en staðreyndin er sú að svo er ekki,“ segir Úlfar.

Ágústa Sif Brynjarsdóttir, hjá TA Sport.
Ágústa Sif Brynjarsdóttir, hjá TA Sport. Morgunblaðið/Eyþór

Eigum ekki að tala greinina niður

Spurður út í stöðu ferðaþjónustunnar og hvort hún muni verða einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar segir Úlfar að hann sé sannfærður um að svo verði.

„Þegar ég tala við útlendinga þá lofa ég þeim aldrei að þeim muni finnast landið fallegt en ég segi þeim að það sé öðruvísi. Það er hægt að sjá hluti á Íslandi sem þú getur ekki séð annars staðar,“ segir Úlfar.

Flemming Þór Hólm og Kjartan Ómarsson, hjá Stál og stansar.
Flemming Þór Hólm og Kjartan Ómarsson, hjá Stál og stansar. Morgunblaðið/Eyþór

Hann bætir við að ýmsar áskoranir blasi nú við meðal annars vegna jarðhræinga. Það sé staðreynd að ferðaþjónustan verði alltaf sveiflukennd atvinnugrein.

„Við eigum ekki að vera að tala atvinnugreinina niður. Ef við erum stöðugt að ræða hvað það sé dýrt að koma hingað til lands og erlendir fjölmiðlar fjalla um það þá fáum við færri ferðamenn. Það er engum greiði gerður með því. Ferðamannafjöldi getur sveiflast af ýmsum ástæðum. Við eigum að leggja áherslu á að bjóða upp á góða þjónustu og þá munu ferðamenn vilja borga fyrir slíka þjónustu,“ segir Úlfar og bætir við að menn hvarti ekki yfir kostnaði ef þjónustan stendur undir verðinu.

Úlfar segir að nýtingin á lúxushóteli Bláa lónsins sé um 80% meðan gosið hefur verið í bakgarðinum. Hann segir að staðan á Reykjanesi sé mikil upplifun fyrir ferðamenn.

„Þeir sem koma til okkar eru að upplifa eitthvað sem er ekki í boði neins staðar annars staðar. Fólk sér eldgos í virkni fer síðan í gegnum varnargarða áður en þeir upplifa undur Bláa lónsins," segir Úlfar.

Hildur Rut Ingimarsdóttir, Tinna Sigrún Pétursdóttir og Ína Högnadóttir hjá …
Hildur Rut Ingimarsdóttir, Tinna Sigrún Pétursdóttir og Ína Högnadóttir hjá S4S. Morgunblaðið/Eyþór

Öflug­ur viðskipta­klúbb­ur

Komp­aní er viðskipta­klúbb­ur Morg­un­blaðsins og mbl.is og er ætlað að sam­eina starf­andi fólk á Íslandi. Komp­aní er vett­vang­ur miðla Árvak­urs til að veita viðskipta­vin­um enn betri þjón­ustu þar sem hægt er að hlýða á fræðslufundi og fyr­ir­lestra, fylgj­ast með nýj­ung­um og læra af reynslu annarra sem þekkja hvað það er að reka fyr­ir­tæki á Íslandi.

Á fund­in­um sem fram fór í morg­un gæddu gest­ir fund­ar­ins sér á veit­ing­um frá Finns­son Bistro. Hér að neðan má sjá mynd­ir frá þess­um fjöl­sótta fundi.

Ómar Einarsson og Steinþór Einarsson, hjá ÍTR.
Ómar Einarsson og Steinþór Einarsson, hjá ÍTR. Morgunblaðið/Eyþór
Rúnar Sigurðsson og Linda Wessman, hjá Svar og Magnús J. …
Rúnar Sigurðsson og Linda Wessman, hjá Svar og Magnús J. Magnússon, hjá Sólóhúsgögn. Morgunblaðið/Eyþór
Héðinn Ásbjörnsson og María Mjöll Guðmundsdóttir, frá fasteignasölunni Borg.
Héðinn Ásbjörnsson og María Mjöll Guðmundsdóttir, frá fasteignasölunni Borg. Morgunblaðið/Eyþór
Sigrún Ásgeirsdóttir og Jóhanna Benediktsdóttir, hjá L´Occitan.
Sigrún Ásgeirsdóttir og Jóhanna Benediktsdóttir, hjá L´Occitan. Morgunblaðið/Eyþór
Guðný Sif Gunnarsdóttir hjá BM Vallá, Björn Þór Heiðdal, hjá …
Guðný Sif Gunnarsdóttir hjá BM Vallá, Björn Þór Heiðdal, hjá Rúmföt.is og Anna Bára Teitsdóttir, hjá BM Vallá. Morgunblaðið/Eyþór
Brynjólfur Gunnarsson hjá Verkfæralagernum.
Brynjólfur Gunnarsson hjá Verkfæralagernum. Morgunblaðið/Eyþór
Rúnar Ágúst Svavarsson, hjá Hreint.
Rúnar Ágúst Svavarsson, hjá Hreint. Morgunblaðið/Eyþór
Fjölmennt var á fundi Kompanís.
Fjölmennt var á fundi Kompanís. Morgunblaðið/Eyþór
Gestir hlýddu áhugasamir á erindin.
Gestir hlýddu áhugasamir á erindin. Morgunblaðið/Eyþór
Starfsfólkið á Finnson Bistro sá um veitingarnar.
Starfsfólkið á Finnson Bistro sá um veitingarnar. Morgunblaðið/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK