Alvarleg vanskil jukust verulega

„Við sjáum því stærri mynd en ef bara er horft …
„Við sjáum því stærri mynd en ef bara er horft á fasteignalán, auk þess sem stór hluti þjóðarinnar er ekki með slík lán. Við erum líka alltaf að horfa á vanskil í rauntíma og sjáum breytingar töluvert á undan þeim sem eru að horfa á birtar hagtölur,“ segir Brynja. mbl.is/Golli

Alvarleg vanskil einstaklinga og fyrirtækja hafa aukist verulega það sem af er ári á kröfum öðrum en fasteignalánum, miðað við sömu mánuði í fyrra. Samkvæmt gögnum kröfuþjónustunnar Motus jukust alvarleg vanskil um 20,1% hjá einstaklingum og 6,5% hjá fyrirtækjum.

Aukningin þykir ekki vera í samræmi við ummæli Seðlabankans við síðustu stýrivaxtaákvörðun, að lítið beri á greiðsluvanda heimila og áhyggjur séu óþarfar þótt vextir haldist háir.

Horfa á vanskil í rauntíma

Í Viðskiptamogganum í dag segir Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus, félagið annast innheimtu á ýmsum tegundum krafna, allt frá litlum húsfélögum til stærstu fyrirtækja landsins, og því hafi félagið góða yfirsýn yfir stöðu mála.

„Við sjáum því stærri mynd en ef bara er horft á fasteignalán, auk þess sem stór hluti þjóðarinnar er ekki með slík lán. Við erum líka alltaf að horfa á vanskil í rauntíma og sjáum breytingar töluvert á undan þeim sem eru að horfa á birtar hagtölur,“ segir Brynja.

Hún bendir á að gögn um vanskil á kröfum, öðrum en fasteignalánum, berist ekki reglulega til opinberra aðila og þess vegna hafi opinberir aðilar ekki sömu sýn á vanskil og Motus. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafði orð á því nýlega að gögn sem byggt væri á væru oft ófullnægjandi.

Umfjöllunina í heild sinni má nálgast í Viðskiptamogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK