Þurfi lög til að mæta græðgi viðskiptabankanna

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Samsett mynd

Lík­lega munu Íslands­banki og Lands­bank­inn hækka sína vexti á verðtryggðum lán­um eins og Ari­on Banki gerði fyrr í dag, að mati for­manns Starfs­greina­sam­bands­ins. Hann sak­ar viðskipta­bank­ana um græðgi og tel­ur að þing­menn þurfi að axla þyngri ábyrgð á erfiðu efna­hags­ástandi í land­inu.

Ari­on banki til­kynnti í dag um hressi­leg­ar vaxta­hækk­an­ir á verðtryggðum vöxt­um sem hafa nú tekið gildi. Breyti­leg­ir íbúðalána­vext­ir hækka um 0,60 pró­sentu­stig og verða 4,64%. Verðtryggðir fast­ir íbúðalána­vext­ir hækka um 0,50 pró­sentu­stig og verða 4,74%. Og verðtryggðir breyti­leg­ir kjör­vext­ir hækka einnig um 0,75 pró­sentu­stig og verða 6,2%.

Bank­inn seg­ir að vaxta­hækk­an­irn­ar séu „meðal ann­ars til­komn­ar vegna hækk­un­ar á ávöxt­un­ar­kröfu verðtryggðrar fjár­mögn­un­ar“.

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins, er væg­ast sagt ósátt­ur.

„Græðgi viðskipta­bank­anna þriggja er taum­laus,“ seg­ir Vil­hjálm­ur í sam­tali við mbl.is. „Og henni ætl­ar aldrei nokk­urn tím­ann að ljúka.“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Fólk þvingað í verðtryggð lán, sem hækka nú

Stýri­vext­ir, sem hafa nú numið 9,25 pró­sent­um í rúmt ár, hafa aðeins bein áhrif á óverðtryggð lán. Sam­hliða háu vaxta­stigi hafa því æ fleiri sóst eft­ir verðtryggðum lán­um frek­ar en óverðtryggðum. En nú hækk­ar Ari­on banki vexti á verðtryggðum lán­um.

„Þetta er skóla­bók­ar­dæmi um það að þegar fólk er núna þvingað eins og sauðfé til slátr­un­ar úr óverðtryggðum vöxt­um í verðtryggða vexti að þá fara bank­arn­ir strax í það að hækka vext­ina dug­lega á verðtryggðu lán­un­um,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Viðskiptabankarnir þrír eru Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn.
Viðskipta­bank­arn­ir þrír eru Íslands­banki, Ari­on banki og Lands­bank­inn. Sam­sett mynd

Vil­hjálm­ur seg­ir það með ólík­ind­um að sjá Ari­on banka hækka vexti um 0,50-0,75 pró­sentu­stig. „Og hinir bank­arn­ir munu ör­ugg­lega fylgja í kjöl­farið. Trúðu mér,“ bæt­ir hann við.

Hvers vegna tel­urðu að hinir viðskipta­bank­arn­ir [þ.e. Lands­bank­inn og Íslands­banki] muni fylgja for­dæmi Ari­on banka?

„Það er bara vegna þess að græðgin mun bera bank­ana of­urliði eins og vana­lega, þar sem vaxtamun­ur hef­ur verið að stór­aukast, hrein­ar vaxta­tekj­ur bank­anna hafa verið að stór­aukast,“ svar­ar hann.

1% verðbólga skili bönk­un­um 4,9 millj­arða

Vil­hjálm­ur bend­ir einnig á að verðtrygg­inga­jöfnuður viðskipta­bank­anna þriggja sé í sögu­legu há­marki og nemi nú 490 millj­örðum. Bank­arn­ir eigi sum sé meira í verðtryggðum eign­um held­ur en skuld­um.

„Það þýðir líka á manna­máli að 1% verðbólga skil­ar viðskipta­bönk­un­um 4,9 millj­arða ávinn­ingi,“ seg­ir Vil­hjálm­ur enn frem­ur. Það sé því eng­inn hvati hjá fjár­mála­kerf­inu til að ná niður verðbólgu í land­inu og slá á þenslu og annað slíkt.

„Þeir einu sem hagn­ast á þessu ástandi í ís­lensku sam­fé­lagi á liðnum miss­er­um er fjár­mála­kerfið, eins og ætíð,“ seg­ir hann og bæt­ir við að viðskipta­bank­arn­ir hafi frá banka­hruni skilað hagnaði upp á 1.000 millj­arða.

„Löngu löngu löngu tíma­bært“ að þingið axli ábyrgð

Vil­hjálm­ur tel­ur að þing­menn þurfi að gera lag­fær­ing­ar á ís­lenska fjár­mála­kerf­inu. Það gangi ekki að stjórn­mála­fólk beri ít­rekað fyr­ir sig sjálf­stæði Seðlabank­ans og láti sem bundið í báða skó.

„Það er löngu löngu löngu tíma­bært að stjórn­mála­menn fari að axla sína ábyrgð gagn­vart neyt­end­um, heim­il­um og fyr­ir­tæk­um þessa lands. Því þetta bitn­ar illi­lega á öll­um þess­um aðilum,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Hann bend­ir á að þegar verðtrygg­ing var sett á árið 1979 hafi verið rætt að myndu vext­ir á lán­um verða í kring­um 1-2%, í ljósi þess að fjár­magns­kerfið væri varið fyr­ir verðbólgu.

En núna eru verðtryggðir vext­ir að detta í tæp fimm pró­sent.

„Á meðan bólgn­ar fjár­mála­kerfið út eins og eng­inn sé morg­undag­ur­inn, skila hér upp und­ir 100 millj­örðum í hagnað á hverju ein­asta ári ligg­ur við.“

Bún­ir að ýta allri þess­ari ábyrgð á Seðlabank­ans

„Ég bara skil ekki að alþing­is­menn skuli ekki hafa það að for­gangs­máli að laga hér fjár­mála­kerfið – ís­lensk­um heim­il­um, neyt­end­um og fyr­ir­tækj­um til heilla.“

En hvernig eiga alþing­is­menn að axla sína ábyrgð gagn­vart efna­hags­ástand­inu í land­inu? Það er ein­falt, að mati Vil­hjálms: laga­breyt­ing­ar.

„Þeir [stjórn­mála­menn] eru bún­ir að ýta allri þess­ari ábyrgð á Seðlabank­ans, bún­ir að gera hlut­ina þannig að þeir beri enga ábyrgð, bara ætíð bent á að Seðlabank­inn sé sjálf­stæð stofn­un og að það megi ekk­ert skipta sé að því.“

Alþing­is­menn hafa lög­gjaf­ar­vald á Íslandi og Vil­hjálm­ur tel­ur að breyta þurfi lög­um svo að ábyrgðin liggi meira hjá póli­tík­inni, að minnsta kosti hvað verðbólgu og vexti varðar.

„Hér eru gríðarleg­ir hags­mun­ir und­ir. Heim­il­in skulda þrjú þúsund og tvö hundruð millj­arða,“ seg­ir verka­lýðsleiðtog­inn og end­ur­tek­ur sig: „Þrjú þúsund og tvö hundruð millj­arða.“

Vaxta­lækk­un um eitt pró­sent myndi því nema 32 millj­örðum króna í ávinn­ing handa ís­lensk­um heim­il­um. Á sama tíma skulda fyr­ir­tæki 3.400 millj­arða, þannig að eitt pró­sent vaxta­lækk­un myndi nema 34 millj­örðum króna.

„Þetta eru gríðarlega stór­ar töl­ur sem hér eru und­ir og ís­lensk heim­il­um sem hér eru und­ir og ís­lensk heim­ili geta ekki staðið und­ir þessu vaxta­okri sem fær að grass­era hér ár eft­ir ár, ára­tug eft­ir ára­tug.“

Leiðrétt: Fyrst var haft eft­ir Vil­hjálmi að sök­um verðtrygg­inga­jöfnuðar, skilaði 1% verðbólga viðskipta­bönk­un­um 49 millj­ón­um króna. Það var ekki rétt. Held­ur nem­ur upp­hæðin 4,9 millj­ón­um króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK