Neikvæðari viðsnúningur viðskiptajafnaðar

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Seðlabanki Íslands sendi í gær frá sér leiðréttar tölur um viðskiptajöfnuð og erlenda stöðu þjóðarbúsins á öðrum ársfjórðungi 2024. Leiðréttingin varðar frumþáttatekjur af beinni fjárfestingu á fjórðungnum. Frumþáttatekjur skila eftir leiðréttingu 8 milljarða króna halla samanborið við 5,4 milljarða afgang í fyrri tölum.

Tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd sem birtar voru í síðustu viku hafa verið leiðréttar þannig að halli viðskiptajafnaðar er 13,4 milljörðum króna meiri en tölur frá því í síðustu viku gerðu ráð fyrir.

Leiðréttur viðskiptajöfnuður nemur því 43,9 milljörðum króna samanborið við 30,5 milljarða í síðustu viku. Áður hafði komið fram að niðurstaðan væri 3,3 milljörðum betri en á fyrri fjórðungi og 36,6 milljörðum lakari en á sama fjórðungi ári fyrr, en nú er ljóst að niðurstaðan er 10,1 milljarði verri en á fyrri fjórðungi og 50 milljörðum verri en í fyrra.

Leiðréttingin hefur jafnframt áhrif á erlenda stöðu þjóðarbúsins. Töluverð breyting hefur orðið á eignum þjóðarbúsins sem minnkuðu um 76,4 milljarða króna. Skuldir lækka um álíka upphæð eða 74,9 milljarða.

Nettó áhrif nema því 1,4 milljörðum króna og er erlend staða þjóðarbúsins nú 1,7 billjónir króna, eða 38,8% af vergri landsframleiðslu í stað 38,9%.

Greining Íslandsbanka sagði í síðustu viku neikvæðan viðsnúning á viðskiptajöfnuði að stórum hluta skrifast á lakari þjónustujöfnuð vegna minni ferðaþjónustutekna og aukinna þjónustuútgjalda. Ljóst er að neikvæður viðsnúningur á frumþáttatekjum í leiðréttum tölum gerir illt verra í þeim efnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK