Samstöðin tapaði 24 milljónum

Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar, heldur meðal annars úti umræðuþættinum …
Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar, heldur meðal annars úti umræðuþættinum við Rauða borðið sem hefur notið þó nokkurra vinsælda. Samsett mynd

Tap Samstöðvarinnar vegna ársins 2023 nam 24 milljónum króna. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Um er að ræða fyrsta heila reikningsár félagsins, en félagið var stofnað í júlí árið 2022.

Félagið velti 11,2 milljónum á árinu en rekstrargjöld námu 34,9 milljónum. Engin velta var í félaginu árið 2022 en rekstrargjöld námu tæpum 3 milljónum.

Í skýringum með ársreikningi kemur fram að tilgangur félagsins sé að standa fyrir og útvarpa fundum um samfélagsmál, bæði í raunheimi og netheimi og ýta undir umræðu í samfélaginu með þáttagerð, skrifum og hvers konar umfjöllun.

Gunnar Smári Egilsson er ritstjóri Samstöðvarinnar og forráðamaður félagsins, en eigandi samstöðvarinnar er Alþýðufélagið. Alþýðufélagið eru félagasamtök sem styrkja Samstöðina en ársreikningar þess eru ekki aðgengilegir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK