Tækifæri í öflugu „gigghagkerfi“

Harpa Magnúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Hoobla, sér tækifæri fyrir íslenskan vinnumarkað í öflugu „gigghagkerfi“. 

Harpa er gestur Dagmála í dag en fyrirtræki hennar Hoobla er svokallaður netvangur (e. platform) á Íslandi fyrir sérfræðinga sem leita að tímabundnum verkefnum eða stöðum með lágu starfshlutfalli.

Hoobla hjálpar þannig sérfræðingum að finna verkefni og fyrirtækjum og stofnunum að fá réttu sérfræðingana til að hámarka árangur.

Harpa ræðir umhverfi sjálfstætt starfandi fólks á Íslandi og hversu mikilvægt sé að huga að eigin haf í þessum bransa.

„Þarna er bara fólk, sem er bara að reka alvöru bisness í kringum sjálft sig, þetta er fólk sem að vill ekkert hafa það verra heldur en ef það væri í föstu starfi, þar með eru þau að borga í sína lífeyrissjóði, skatta og skyldur og annað slílkt.

Fólk sem er í Hoobla, þetta er yfirleitt háskólamenntað fólk, því umhugað um sinn hag og ég óska öllum öðrum líka, sem eru ekki Hoobla og eru að vinna sjálfstætt að þeir geri það.

Þetta skiptir gríðarlega miklu máli að vera með baklandið sitt á hreinu, passa upp á bæði tryggingar og lífeyrisréttindi og annað slíkt.“

Tækifæri fyrir stéttarfélög

Hún bendir á að það felist tækifæri fyrir stéttarfélög í því að huga betur að þessum hóp.

„Huga að hugsanlegum lágmarstöxtum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga og eins að hugsanlega sé búin til séraðild fyrir fólk sem vinnur sjálfstætt. Ég sé bara tækifæri fyrir íslenskan vinnumarkað að hafa öflugt gigghagkerfi á Íslandi.“

Þá segir hún meiri hreyfingu á vinnumarkaði en áður.

„Fólk stoppar ekki eins lengi við. Fólk er ekki að hugsa lengur um ævistörf eða eitthvað slíkt, það er meira að segja að breyta alveg um starfsvettvang á miðju æviskeiði, bara að breyta til.

Það er auðvitað dásamlegt við nútímann að það er meira frelsi og fólk er bara svolítið að fylgja hjarta sínu í því sem það er að gera. Ég finn alveg að Hoobla talar inn í hjörtu fólks sem vill auka sveigjanleika sinn.“

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/vidskipti/252546/?_t=1726043033.3694143

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK