Evrópski seðlabankinn hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 25 punkta og standa meginvextir seðlabankans því í 3,50%.
Síðasta vaxtalækkunin kom í júní í sumar en þá lækkuðu vextir einnig um 0,25 prósentustig og var það fyrsta vaxtalækkun bankans frá árinu 2019.
Vaxtalækkunin kemur vegna þess að verðbólga hefur almennt minnkað í ESB-löndum undanfarið, eftir að hún fór hæst í um tíu prósent á evrusvæðinu í október 2022.
Seðlabankinn rökstyður lækkunina með því að hún sé enn eitt skrefið í átt að minni aðhaldi peningastefnunnar.