Neytendastofa sektar þrjár verslanir

Verðmerkingum var ábótavant á útstillingum í öllum verslununum.
Verðmerkingum var ábótavant á útstillingum í öllum verslununum. mbl.is/ÞÖK

Neytendastofa hefur sektað verslanirnar EG skrifstofuhúsgögn, Innréttingar og tæki og Kölska fyrir ófullnægjandi verðmerkingar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendastofu.

Segir þar að í sumar hafi Neytendastofa skoðað ástand verðmerkinga hjá verslunum sem staðsettar eru í Ármúla og nærliggjandi götum.

Farið var í 50 verslanir og kannað hvort söluvörur væru verðmerktar. Í fyrri skoðun voru gerðar athugasemdir við verðmerkingar hjá 13 verslunum, segir í tilkynningunni.

Kemur þá fram að við seinni skoðun höfðu 10 verslanir bætt úr verðmerkingum sínum og þótti því ekki tilefni til frekari aðgerða hjá þeim.

Allt að 100.000 króna sekt

Verslanirnar EG skrifstofuhúsgögn í Ármúla 22, Innréttingar og tæki í Síðumúla 16 og Kölski í Síðumúla 31, voru ekki á meðal þeirra verslana hafa því nú fengið sekt.

Voru niðurstöður Neytendastofu að verðmerkingum væri ábótavant á útstillingum í öllum verslununum en einnig voru gerðar athugasemdir við ýmsar verðmerkingar hverrar verslunar.

Þarf verslun EG skrifstofuhúsgagna að greiða 100.000 krónur í sekt en verslanir Innréttinga og tækja og Kölska greiða 50.000 krónur.

Ákvarðanir Neytendastofu varðandi málin hafa verið birtar á vef stofnunarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK