Félagasamtökin WomenTechIceland greina frá nýrri stjórn sinni í fréttatilkynningu en starfsemi þeirra snýst meðal annars um að hvetja til jafnréttis og inngildingar í íslenskum tækniiðnaði.
Frá stofnun árið 2017 hafa samtökin tengt saman breiðan hóp kvenna í tækni hér á landi og vilja með því stuðla að aukinni fjölbreytni og þátttöku í íslensku tæknisamfélagi, segir í tilkynningunni og svo:
„WomenTechIceland leggja mikið upp úr því að tengja Ísland við alþjóðlegt tæknisamfélag og er vettvangur fyrir viðburði, fréttir og umræður.“
„WomenTechIceland hafa skapað sér mikilvægan sess tæknisamfélaginu á Íslandi. Við viljum berjast fyrir auknum tækifærum kvenna í tækni og það er mér heiður að fá að þjóna samtökunum og samfélaginu sem hefur skapast í kringum þau,“ er haft eftir Ólöfu Kristjánsdóttur, nýjum formanni stjórnar WomenTechIceland.
Nýja stjórn skipa:
Ólöf Kristjánsdóttir, markaðsstjóri hjá Taktikal
Paula Gould, stofnandi Float & gather
Valenttina Griffin, stofnandi og eigandi Griffin & Jonsson
Ósk Heiða Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptavina hjá Póstinum
Payal Shah, sjálfstætt starfandi viðmótshönnuður, nýsköpunarráðgjafi og frumkvöðull í samfélagsmálum
Randi Stebbins, stjórnandi efnismarkaðssetningar hjá AGR