Margrét Helga nýr forstöðumaður þjónustu hjá Reitum

Margrét Helga Jóhannsdóttir nýr forstöðumaður þjónustu hjá Reitum.
Margrét Helga Jóhannsdóttir nýr forstöðumaður þjónustu hjá Reitum. Ljósmynd/Aðsend

Margrét Helga Jóhannsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður þjónustu hjá Reitum. Um er að ræða nýja stöðu innan félagsins.

Margrét Helga kemur til Reita frá Íslandsstofu þar sem hún starfaði sem rekstrarstjóri og áður sem fagstjóri. Hún býr yfir umfangsmikilli reynslu af stefnumótun og innleiðingu umbóta í rekstri og þjónustu.

Býr hún að meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun og BA gráðu í stjórnmálafræði og frönsku frá Háskóla Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu. 

Lykilþáttur í stefnubreytingu

Þá kemur fram, að Reitir hafi kynn fyrr á árinu nýja stefnu með áherslu á öflugan og sjálfbæran vöxt. Mikilvægur liður stefnunnar sé þróun og uppbygging aukins þjónustuframboðs í takti við breyttar þarfir leigutaka og se ráðning Margrétar Helgu lykilþáttur í þessari vegferð en hún muni leiða nýtt þjónustuteymi hjá Reitum.

Reitir fasteignafélag hf. er almenningshlutafélag, skráð í Kauphöll síðan 2015. Eigendur eru að stærstum hluta íslenskir lífeyrissjóðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK