Staðan gæti breyst á næstunni

Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.
Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.

Þó að greiðsluvandi heimilanna sé ekki mikill um þessar mundir gæti staðan breyst á næstunni. Þetta segir Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, í samtali við mbl.is.

„Við erum meðvituð um að staðan geti snúist hratt við,” segir Tómas og vísar í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun og segir að mikil verðbólga og háir vextir geti reynst mörgum áskorun.

Tómas segir skrýtið ef slík staða myndi ekki reyna á heimilin.

Í Fjármálastöðugleika segir að einstaklingum á vanskilaskrá Creditinfo hafi fjölgað lítillega að undanförnu. Einstaklingum á vanskilaskrá Creditinfo fækkaði verulega frá árinu 2018 allt fram til ársloka 2022.

Í skoðun hvort horft sé á réttar tölur

Í ritinu segir að fjöldi einstaklinga á vanskilaskránni sé enn lítill í sögulegum samanburði, ekki síst ef tekið er tillit til mannfjöldaþróunar síðustu ára.

Tómas segir að aðeins sé um að ræða smávægilegar hækkanir á tölunum en ekki miklar breytingar.

„Við höfum þó í huga að yfirleitt er það síðasta sem heimilin gera þegar þau lenda í fjárhagskröggum er að hætta að greiða af húsnæðislánunum sínum. Við erum því með í skoðun hvort við séum að horfa á réttar tölur. Við fylgjumst vel með,” segir Tómas.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK