Átta sagt upp hjá Arion banka

Arion banki sagði upp átta starfsmönnum í gær.
Arion banki sagði upp átta starfsmönnum í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arion banki sagði í gær upp átta starfsmönnum. Uppsagnirnar náðu til sviða rekstrar, menningar, upplýsingatækni, fyrirtækja og fjárfestinga.

Í samtali við mbl.is segir Haraldur Guðni Eiðsson upplýsingafulltrúi að bankinn sé stórt fyrirtæki sem hafi ákveðna starfsmannaveltu.

Ekki hagræðing

„Þetta voru áherslu- og skipulagsbreytingar innan tiltekinna sviða og átta einstaklingar létu af störfum hjá okkur í gær,” segir Haraldur.

Hann segir aðspurður að frekari uppsagna sé ekki að vænta hjá bankanum, enda séu þær ekki gerðar í nafni hagræðingar.

„Þetta eru meira áherslubreytingar heldur en hagræðing sem fylgir rekstri á svona stóru fyrirtæki,” segir Haraldur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK