Hefja formlegt söluferli á Olíudreifingu

Samsett mynd

Olís, dótturfélag Haga, og Festi hafa ákveðið að hefja formlegt söluferli á Olíudreifingu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum.

Olíudreifing, sem er mikilvægt innviðafélag hvað varðar birgðahald og dreifingu á eldsneyti á Íslandi, er að 60% hlut í eigu Festar á móti 40% hlut Olís.

Félögin komust að samkomulagi um að hefja undirbúning söluferlis í apríl á þessu ári, en félögin tilkynntu í dag um að ferlið væri formlega hafið.

Í tilkynningu félaganna kemur fram að fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefði verið falin umsjón með söluferlinu.

Skoðað framtíð félagsins frá 2023

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka var í desember 2023 falið að vera Olís og Festi til ráðgjafar um stefnu og framtíðarmöguleika hvað varðar eignarhluti félaganna í Olíudreifingu, Eldsneytisafgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli ehf. (EAK) og EBK ehf.

Í apríl var ákveðið að hefja undirbúning söluferlis á öllum þremur félögunum en aðeins hefur verið tilkynnt um að formlegt söluferli sé hafið á Olíudreifingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK