Landsréttur sýknar SKE af kröfu Samskipa

Landsréttur sem hefur nú komist að sömu niðurstöðu og áfrýjunarnefnd …
Landsréttur sem hefur nú komist að sömu niðurstöðu og áfrýjunarnefnd upphaflega. Ljósmynd/Aðsend

Lands­rétt­ur hef­ur sýknað Sam­keppnis­eft­ir­litið (SKE) af kröfu Sam­skipa um að úr­sk­urður áfrýj­un­ar­nefnd­ar SKE um að vísa frá kæru Sam­skipa yrði ógilt­ur.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef SKE.

Eim­skip gerði sátt við SKE 16. júní 2021 þar sem fé­lagið gekkst við því að hafa átt í sam­ráði við Sam­skip, greiddi sekt­ir og skuld­batt sig til þess að hætta öllu viðskipta­legu sam­starfi við Sam­skip.

Sam­skip kærði sátt­ina til áfrýj­un­ar­nefnd­ar SKE og krafðist þess að um­rædd skil­yrði um að skipa­fé­lög­in hættu viðskipta­legu sam­bandi yrðu felld úr gildi.

Héraðsdóm­ur og Lands­rétt­ur ekki sam­hljóða

Áfrýj­un­ar­nefnd­in vísaði mál­inu frá og Sam­skip stefndu því SKE fyr­ir Héraðsdóm Reykja­vík­ur. Héraðsdóm­ur snéri við niður­stöðu áfrýj­un­ar­nefnd­ar og bað áfrýj­un­ar­nefnd um að taka málið upp.

Sam­keppnis­eft­ir­litið áfrýjaði þeim úr­sk­urði til Lands­rétt­ar sem hef­ur nú kom­ist að sömu niður­stöðu og áfrýj­un­ar­nefnd upp­haf­lega.

Ekki sýnt fram á lögv­arða hags­muni

„Í dómi Lands­rétt­ar í dag kem­ur hins veg­ar fram að sátt­in hafi verið skuld­bind­andi fyr­ir Eim­skip en ekki Sam­skip. Í hlut­ar­ins eðli liggi að sátt­in hafi verið til þess fall­in að tak­marka sam­starf fyr­ir­tækj­anna sem hafi sætt rann­sókn Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Í þessu sam­bandi er tekið fram að Sam­keppnis­eft­ir­litið og það fyr­ir­tæki sem geri sátt verði að geta treyst því að með gerð sátt­ar sé máli fyr­ir­tæk­is­ins lokið,“ seg­ir í til­kynn­ingu SKE sem held­ur áfram:

„Aðili að sam­ráðsmáli, sem sé til rann­sókn­ar, og hafi ekki viður­kennt brot geti ekki tal­ist aðili að sátt þess aðila sem hafi viður­kennt brot og und­ir­geng­ist greiðslu sekt­ar. Meðal ann­ars með vís­an til þessa voru Sam­skip ekki tal­in hafa sýnt fram á að fyr­ir­tækið hefði lögv­arða hags­muni af úr­lausn um hvaða skuld­bind­ingu Eim­skip hefði geng­ist und­ir gagn­vart Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu með sátt­inni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK