Atli Sigurður tekinn við markaðssviði Coca-Cola á Íslandi

Atli Sigurður Kristjánsson hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Coca-Cola á Íslandi.

Atli hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum en hann starfaði meðal annars áður sem forstöðumaður markaðsmála hjá Marel, þar sem hann sá um fiskiðnaðinn á alþjóðavísu.

Atli var einnig um tíma markaðs- og samskiptastjóri Bláa Lónsins með góðum árangri. Nú síðast gegndi hann stöðu forstöðumanns markaðs- og samskiptamála hjá Rúv.

Að auki hefur Atli verið Mentor hjá KLAK- Icelandic Startups í rúm 8 ár og var árið 2017 valinn Mentor ársins úr hópi 100 sérfræðinga, frumkvöðla, stjórnenda, fjárfesta og annarra lykilaðila sem leggja KLAK lið.

Atli er menntaður viðskiptafræðingur og er með M.A gráðu í Strategic Marketing Communications og M.Sc. Int. Marketing Communication Strategy.

„Ég er ótrúlega spenntur fyrir þessu tækifæri hjá Coca-Cola á Íslandi. Þetta er einstakt tækifæri til að taka þátt í áframhaldandi vexti og þróun fyrirtækisins á íslenskum markaði. Ég hlakka til að vinna með öflugu teymi og leggja mitt af mörkum til að styrkja enn frekar stöðu Coca-cola á Íslandi sem leiðandi fyrirtæki í drykkjarvörumarkaðinum,” er haft eftir Atla Sigurði í tilkynningu.

„Atli hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum og hefur átt farsælan feril sem stjórnandi. Hann býr yfir þekkingu og reynslu sem mun nýtast honum vel í að leiða markaðsteymi Coca-Cola á Íslandi og tryggja enn öflugra markaðsstarf fyrir þau sterku vörumerki sem við höfum í okkar safni. Ég er virkilega ánægð að fá Atla í teymið og trúi að hann muni ná framúrskarandi árangri í samvinnu við aðra stjórnendur og kraftmikinn hóp starfsmanna Coca-Cola á Íslandi,” er haft eftir Önnu Regínu Björnsdóttur, forstjóra Coca-Cola á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK