Verðbólgan lækkar enn

Síðastliðna tólf mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 5,4% en …
Síðastliðna tólf mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 5,4% en vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis um 2,8%. mbl.is/Eggert Jóhannesson

12 mánaða verðbólga stendur í 5,4% og lækkar um 0,6 prósentustig frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs lækkar um 0,24% á milli mánaða.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 509,3 stig og lækkar um 0,55% frá í ágúst.

Mest lækkun í mötuneytum og flugfargjöldum

Mest lækkun var á verði í mötuneytum eða 35,9% og flugfargjöldum til útlanda, sem lækkuðu um 16,5%. Lækkun í mötuneytum er að miklu leyti komin til vegna þess að máltíðir í grunnskólum eru nú gjaldfrjálsar.

Verð á fötum og skóm hækkaði um 5,0% og reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,7%.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,4% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,8%.

Hag­fræðideild Lands­bank­ans hafði spá­ð því að vísi­tala neyslu­verðs myndi hækka um 0,08% á milli mánaða og að verðbólga myndi lækka niður í 5,7%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK