Finnum fyrir mikilli spennu

Frá morgunfundi Kompaní í september.
Frá morgunfundi Kompaní í september. Eggert Jóhannesson

Kompaní, viðskiptaklúbbur Morgunblaðsins og mbl.is, mun halda sína árlegu markaðsráðstefnu á Grand hóteli í Reykjavík 1.-3. október næstkomandi.

Silja Jóhannesdóttir, sölustjóri Morgunblaðsins og mbl.is, segist hlakka mikið til. „Við höfum haldið svona markaðsráðstefnu einu sinni á ári síðastliðin þrettán ár. Við bjóðum völdum fyrirtækjum að koma og fræðast um nýjustu strauma og stefnur í markaðsmálum þeim algjörlega að kostnaðarlausu. Í lokin kynnum við þær lausnir sem við hjá Árvakri bjóðum upp á. Við höfum verið að senda út boð undanfarnar tvær vikur og finnum fyrir mikilli spennu hjá þeim fyrirtækjum sem við höfum rætt við, enda er umræðuefnið í ár mjög áhugavert,“ segir Silja.

Silja Jóhannesdóttir.
Silja Jóhannesdóttir.

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Ariel Giusti, alþjóðlegur markaðsráðgjafi með MBA-gráðu frá Háskólanum í Denver í Bandaríkjunum. Silja segir að Giusti búi yfir rúmlega 20 ára reynslu á sínu sviði og hafi haldið fjölda fyrirlestra og starfað með fyrirtækjum um allan heim. „Hann mun leiða okkur í allan sannleikann um StoryBrand-aðferðafræðina. Hún snýst um það hvernig gefa má vörumerkjum sérstöðu og kjarna skilaboð með söguaðferðinni og ná þannig til markhópa með markvissum hætti. StoryBrand-aðferðin er áhrifarík leið til að auka virði vörumerkja og fyrirtækja,“ útskýrir Silja.

Magnús E. Kristjánsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá Árvakri, mun einnig kveðja sér hljóðs á ráðstefnunni og halda stuttan fyrirlestur um fimm leiðir sem öll fyrirtæki geta nýtt þegar kemur að verðlagningu. „Það er það sem mörg fyrirtæki eru að glíma við núna. Þau eru að festast í að vera með endalausar útsölur til að hreyfa til lagerinn hjá sér,“ segir Silja.

Hún segir að Kompaní-klúbburinn hafi verið starfræktur í þrettán ár. „Við metum það svo að litlum og meðalstórum fyrirtækjum finnist gott að vera í viðskiptaklúbbi með öðrum fyrirtækjum. Endurnýjunarhlutfallið er mjög gott á milli ára og okkur þykir ótrúlega vænt um að sum fyrirtæki hafa verið með okkur í klúbbnum frá upphafi. Við leggjum okkur fram um að veita góða og faglega þjónustu og að það ríki fullkomið traust á milli okkar og viðskiptavinarins. Við viljum ekki tjalda til einnar nætur.“ Silja bætir við að lokum að fyrirtækjunum sem hafa verið lengst í klúbbnum finnist orðið ómissandi að mæta í glæsilegan morgunverð sem Finnsson reiðir fram á fundum Kompanís.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK