Hrein skuld ríkissjóðs hefur aukist um 169 milljarða frá áramótum, eða úr 1.245 í 1.414 milljarða króna.
Björgvin Sighvatsson, forstöðumaður Lánamála ríkisins, segir mikilvægt að hafa í huga að þótt skuldir ríkissjóðs hafi hækkað að tölugildi hafi hagvöxtur verið mikill síðustu ár. Það hafi aftur haldið aftur af skuldahlutföllum ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu.
Fjallað er um þróun ríkisskulda í Morgunblaðinu í dag. Óverðtryggðar skuldir hafa aukist úr 573 milljörðum í 692 milljarða í ár og verðtryggðar skuldir aukist úr 610 milljörðum í 641 milljarð. Miðað er við hreinar skuldir. Þá hafa erlendar skuldir aukist úr 62 milljörðum í 82 milljarða á árinu.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.