1,5 milljarða gjaldþrot verktakafyrirtækis

Rekstur félagsins var stöðvaður eftir hrunið 2008 þegar lán félagsins …
Rekstur félagsins var stöðvaður eftir hrunið 2008 þegar lán félagsins stökkbreyttust og gengi krónunnar hrundi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gjaldþrot verktakafyrirtækisins Blikastaða ehf., sem áður hét Byggingafélagið Gissur og Pálmi ehf., nemur samtals 1,47 milljörðum króna. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu.

Félagið var úrskurðað gjaldþrota árið 2014 og var þá tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt því sem fram kemur í auglýsingunni lauk skiptunum í október 2017. Auglýsingin er hins vegar fyrst birt núna, eða tæplega sjö árum síðar.

Heildarkröfur í búið námu samtals 1.475.845.533 krónum, en rúmlega þrjár milljónir fengust upp í lýstar kröfur. Nemur það 0,2%.

Samkvæmt ársreikningi félagsins, sem síðast var birtur fyrir árið 2012, var tap félagsins 268 milljónir. Hafði félagið árið áður hagnast um 1,5 milljarða, en það var að öllu leyti vegna 1,75 milljarða sem voru tekjufærðir vegna endurreikninga lána félagsins í kjölfar fjármálahrunsins 2008.

Hafði rekstur félagsins verið stöðvaður í hruninu, þar sem skuldir félagsins voru að stærstum hluta í erlendri mynt. Kemur fram í síðasta ársreikningnum að þrátt fyrir endurútreikninginn hafi eigið fé félagsins verið neikvætt um 1,47 milljarða í árslok 2012. Var tekið að óvissa væri um áframhaldandi rekstur félagsins vegna þessa.

Félagið var í eigu Pálma Ásmundssonar, sem lést árið 2018 og Gissurar Rafns Jóhannssonar og fjölskyldna þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK