indó lækkar vexti

Ljósmynd/Aðsend

Í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands þann 2. október hefur indó sparisjóður ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum sínum.

Vextir á veltureikningum lækka um sem nemur lækkun Seðlabankans, eða um 0,25%. Vextir á veltureikningi verða eftir breytinguna því 3,75%, að því er segir í tilkynningu.

Vextir á sparibaukum lækka um 0,15%, eða minna en sem nemur lækkun Seðlabankans. Vextir á sparibaukum verða því 8,10% eftir breytinguna.

Þessar breytingar taka gildi frá og með 3. desember í samræmi við ákvæði laga.

Vextir á yfirdrætti lækka um 0,25%. Yfirdráttarlán sem eru með niðurgreiðsluplani verða því 14,25%, en yfirdráttarlán án niðurgreiðsluplans yfir lánstímann verða 16,25%

Lækkun á vöxtum á yfirdrætti taka gildi frá og með 4. október, segir enn fremur í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK