Ernir til gjaldþrotaskipta

Flugfélagið Ernir ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.
Flugfélagið Ernir ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Bú Flugfélagsins Ernis ehf. var með úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra, uppkveðnum 27. september, tekið til gjaldþrotaskipta og var Júlí Ósk Antonsdóttir lögmaður skipuð skiptastjóri búsins. Frá þessu er greint í Lögbirtingablaði sem birtir innköllun.

Greint var frá því hér á mbl.is fyrir hálfum mánuði að gjaldþrotabeiðni hefði verið lögð fram til höfuðs félaginu og sagði Sigurður Bjarni Jónsson, stjórnarformaður Ernis og Mýflugs, sem fer með stóran hlut í Erni, að eignir hefðu verið seldar fyrir um 1,2 milljarða króna og eftir stæði um 300 milljóna skuld.

Í innköllun Lögbirtingablaðsins er að vanda skorað á alla þá, sem telja til skulda eða annarra réttinda á hendur búinu eða eigna í umráðum þess, að lýsa kröfum sínum fyrir skiptastjóra innan tveggja mánaða frá birtingu innköllunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK