Már til liðs við Athygli

Már Másson.
Már Másson. Ljósmynd/Aðsend

Már Másson hefur gengið til liðs við ráðgjafafyrirtækið Athygli og bætist samtímis í eigendahóp félagsins.

Fram kemur í tilkynningu Már hafi víðtæka reynslu á sviði samskiptamála, stefnumótunar og rekstrar.

„Undanfarið hefur Már starfað sem framkvæmdastjóri Fasteignasölunnar Mikluborgar og sem ráðgjafi við stefnumótun, rekstur og samskipti. Á árunum 2016-2022 starfaði Már hjá Bláa Lóninu, lengst af sem framkvæmdastjóri viðskipta- og rekstrarsviðs. Áður starfaði Már hjá Íslandsbanka og forvera hans, sem forstöðumaður samskiptamála, stafrænna dreifileiða og á skrifstofu bankastjóra. Þá var hann upplýsingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins um skeið og viðskiptafulltrúi við sendiráðið í Kaupmannahöfn frá 2004-2006,“ segir í tilkynningu.

Már er með B.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS) og M.Sc. gráðu í stjórnun, samskiptum og stefnumótun frá háskólanum í Lugano í Sviss (USI).

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK