Nýr framkvæmdastjóri Lyfju

Karen Ósk Gylfadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Lyfju
Karen Ósk Gylfadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Lyfju Ljósmynd/Aðsend

Kar­en Ósk Gylfa­dótt­ir hef­ur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri Lyfju og hef­ur störf í dag, 11. októ­ber 2024. Tek­ur hún um leið sæti í fram­kvæmda­stjórn Festi. Kar­en Ósk hef­ur síðastliðin þrjú ár gegnt starfi fram­kvæmda­stjóra vöru- og markaðssviðs og sta­f­rænn­ar þró­un­ar fyr­ir­tæk­is­ins.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Lyfju.

Kar­en Ósk tek­ur við af Hildi Þóris­dótt­ur, sem hef­ur verið starf­andi fram­kvæmda­stjóri sam­hliða fyrra starfi sínu sem fram­kvæmda­stjóri mannauðssviðs frá því sum­arið 2023 eft­ir að Sig­ríður Mar­grét Odds­dótt­ir, þáver­andi fram­kvæmda­stjóri lét af störf­um. Hild­ur Þóris­dótt­ir tek­ur við starfi mannauðsstjóra Festi. „Við þökk­um Hildi fyr­ir að leiða fé­lagið af festu á óvissu­tím­um og hlökk­um til að fá hana til liðs við Festi og vinna með henni í að efla enn frek­ar mannauð og menn­ingu inn­an sam­stæðu Festi,“ seg­ir Ásta Sig­ríður Fjeld­sted, for­stjóri Festi og stjórn­ar­formaður Lyfju.

Frá því að Kar­en Ósk hóf störf hjá Lyfju hef­ur hún borið ábyrgð á stefnu­mark­andi verk­efn­um á borð við Lyfju appið, markaðsstefnu fé­lags­ins, þróun vef­versl­un­ar og þjón­ustu­veri. Hún hef­ur einnig leitt upp­bygg­ingu nýrr­ar heil­brigðisþjón­ustu: Lyfja Heyrn, ásamt því að bera ábyrgð á vöru­vali, vöru­stýr­ingu, verðstefnu, inn­kaup­um og dreif­ingu í versl­an­ir.

Kar­en Ósk er viðskipta­fræðing­ur frá Há­skóla Íslands og tók stjórn­enda­nám við Kellogg Nort­hwestern há­skól­ann vorið 2024. Hún starfaði áður í alls sjö ár hjá Nova, síðast sem markaðsstjóri en gegndi einnig stöðu sölu- og þjón­ust­u­stjóra og viðburðastjóra. Kar­en var markaðssér­fræðing­ur í markaðsdeild Íslands­banka á ár­un­um 2015-2017 ásamt því að koma að þjón­ustu­mál­um og stefnu­mót­un­ar­verk­efn­um bank­ans.

„Kar­en Ósk hef­ur starfað þvert á starfs­svið Lyfju und­an­far­in ár og þekk­ir vel til starf­sem­inn­ar. Hún hef­ur verið lyk­ilaðili í þeirri umbreyt­ingu sem Lyfja hef­ur farið í gegn­um á und­an­förn­um árum ásamt fram­kvæmd­ar­stjórn fé­lags­ins. Stjórn Lyfju fel­ur henni að leiða áfram­hald­andi sókn á stækk­andi markaði í sam­starfi við öfl­ugt starfs­fólk Lyfju og Festi. Við bjóðum Kar­en vel­komna og hlökk­um til sam­starfs­ins,“ er haft eft­ir Ástu Sig­ríði Fjeld­sted, for­stjóra Fest­is í til­kynn­ing­unni. 

„Ég er þakk­lát því trausti sem mér er sýnt að fá að leiða ein­staka liðsheild Lyfju í átt að áfram­hald­andi ár­angri. Ég hef fengið tæki­færi til að taka þátt í veg­ferð fé­lags­ins undafar­in ár og leiða þar umbreyt­ing­ar­verk­efni í takt við okk­ar stefnu. Ég þekki því af reynslu hversu mik­il fag­mennska, þekk­ing, kraft­ur og metnaður býr inn­an Lyfjuliðsins. Framund­an eru virki­lega spenn­andi tím­ar inn­an sam­stæðu Festi þar sem Lyfja mun fá enn meiri stuðning til að vaxa, efla þjón­ustu við viðskipta­vini um allt land og breyta leikn­um með því mark­miði að efla heilsu og auka lífs­gæði lands­mann,“ er haft eft­ir Kar­en í sömu til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka