Sjö vilja verða varaseðlabankastjóri peningastefnu

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri og Rann­veig Sig­urðardótt­ir, vara­seðlabanka­stjóri pen­inga­stefnu. Rannveig óskaði …
Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri og Rann­veig Sig­urðardótt­ir, vara­seðlabanka­stjóri pen­inga­stefnu. Rannveig óskaði eftir því fyrr á árinu að láta af störfum í lok ársins þegar fimm ára skipunartíma hennar lýkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjö hafa sótt um embætti varaseðlabankastjóra peningastefnu. Embættið var auglýst laust til umsóknar 19. september og rann umsóknarfrestur út 10. október.

Fram kemur tilkynningu að forsætisráðherra muni skipa þriggja manna hæfnisnefnd til að fjalla um hæfni umsækjenda áður en ákvörðun verður tekin um skipun.

Umsækjendur um embættið eru eftirfarandi:

  • Bryndís Ásbjarnardóttir, hagfræðingur og nefndarmaður í fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands
  • Daníel Svavarsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu
  • Karen Á. Vignisdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri hagfræði- og peningastefnusviðs Seðlabanka Íslands
  • Lúðvík Elíasson, forstöðumaður á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabanka Íslands
  • Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga
  • Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Seðlabanka Íslands
  • Þórarinn G. Pétursson, framkvæmdastjóri hagfræði- og peningastefnusviðs Seðlabanka Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK