Fyrirvaralaus athugun ESA á Íslandi

Höfuðstöðvar eftirlitsstofnunar EFTA í Brussel.
Höfuðstöðvar eftirlitsstofnunar EFTA í Brussel. Ljósmynd/Boubloub

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur grunsemdir um að brotið hafi verið gegn samkeppnislögum EES-samningsins hér á landi.

Stofnunin framkvæmir nú fyrirvaralausa athugun á smásölumarkaði með aðstoð Samkeppniseftirlitsins.

Í tilkynningu frá ESA segir að þótt ESA geri athugun á broti liggi ekki með vissu fyrir að fyrirtæki sem um ræðir hafi gerst sekt um brot á samkeppnislögum.

Verið er að taka til skoðunar fyrirtæki fyrir samkeppnishamlandi háttsemi.

Enn fremur segir að tímarammi rannsóknar ESA ráðist af mörgum þáttum, meðal annars að hve miklu leyti viðkomandi fyrirtæki séu samstarfsfús við rannsóknina og beitingu þeirra á rétti sínum til að taka til varna.

Hafi sjálfstæða heimild 

Samkeppniseftirlitið staðfesti fyrir skömmu með tilkynningu á vef eftirlitsins að ESA hefði hafið í dag fyrirvaralausa athugun sem tengist afmörkuðum smásölumarkaði á Íslandi og að verið sé að rannsaka hvort brotið hafi verið gegn samkeppnisreglum EES-samningsins.

Þá var einnig staðfest í tilkynningunni að Samkeppniseftirlitið aðstoði ESA við aðgerðir.

Samkeppniseftirlitið bendir á að ESA hafi sjálfstæða heimild til að framfylgja samkeppnisreglum EES-samningsins hér á landi og sé samkvæmt lögum heimilt að framkvæma fyrirvaralausar athuganir hér á landi.

Í tilkynningu segir að Samkeppniseftirlitið veiti ekki frekari upplýsingar að þessu stigi og vísar öllum fyrirspurnum til ESA.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK