Gengi Íslandsbanka tekur stökk

Íslandsbanki
Íslandsbanki mbl.is/Kristinn Magnússon

Nokkuð rólegt hefur verið á hlutabréfamarkaði í dag í kjölfar fregna af sprunginni ríkisstjórn og væntanlegra Alþingiskosninga í nóvember.

Helstu tíðindi á markaði eru að gengi hlutabréfa Íslandsbanka tók stökk í morgun þegar bréfin fóru upp í 118 krónur. Síðan er gengið komið niður í 117 krónur, sem þó er 3,54% hækkun.

Frumvarp um sölu á eftirstandandi hlut íslenska ríkisins í bankanum hefur legið fyrir frá því síðastliðið vor og var um þá ráðstöfun nokkur sátt innan ríkisstjórnarinnar, sem nú er sprungin.

Gengi hlutabréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum hefur aftur á móti lækkað nokkuð í dag. 

Þannig hefur gengi Ísfélagsins lækkað um 3,55%, Síldarvinnslunnar um 3,13% og Brim um 2,85%. Engin viðskipti hafa verið með bréf í Iceland Seafood International það sem af er degi og gengi Eimskips hefur staðið í stað.

Það sem af er degi nemur velta á aðalmarkaði íslensku kauphallarinnar rúmlega 2 milljörðum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK