Ný þjóðhags- og verðbólguspá Greiningardeildar Landsbankans 2024-2027 verður kynnt nú klukkan 8:30, en auk kynningarinnar verða pallborðsumræður um tækifæri í útflutningi.
Fylgjast má með kynningu greiningardeildarinnar á hagspánni hér að neðan, en dagskráin er eftirfarandi:
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, setur fundinn.
Una Jónsdóttir, aðalhagfræðingur Landsbankans kynnir hagspá til ársins 2027.
James Ashley, hagfræðingur og forstöðumaður stefnumála og ráðgjafalausna fyrir Evrópu, Miðausturlönd, Afríku og Asíu hjá eignastýringu Goldman Sachs. James hefur mikla þekkingu og innsýn í alþjóðlegt efnahagsumhverfi og er vinsæll fyrirlesari og álitsgjafi. Hann býr yfir rúmlega 20 ára starfsreynslu í fjármálageiranum. Áður en James hóf störf hjá Goldman Sachs vann hann m.a. hjá Barclays Capital og sem aðalhagfræðingur Evrópumála hjá Royal Bank of Canada.
Þátttakendur í pallborði: