Vill endurskoða áfengisgjöldin

„Við erum með hæstu áfengisgjöld í heimi. Við erum með hærri áfengisgjöld á bjór en léttvíni. Af hverju erum við ekki að skoða þetta? Ég set spurningarmerki við af hverju áfengi er jafn dýrt á Íslandi og raun ber vitni,“ segir Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, en hann var gestur í viðskiptahluta Dagmála sem birtist á mbl.is í dag.

Þar var rætt um rekstur Ölgerðarinnar, sókn á Þýskalandsmarkað og áherslur fyrirtækisins á sviði sjálfbærni. Ölgerðin skilaði uppgjöri í síðustu viku.

Þáttinn í heild sinni má nálgast hér:

Hagnaður hennar eftir skatta á fyrstu sex mánuðum fjárhagstímabilsins var 1,4 milljarðar króna samanborið við 2,2 milljarða króna á fyrra ári. Fjárhagstímabilið sem um ræðir er 1. mars til 31. ágúst.

Andri Þór segir að Ölgerðin sé þekkt fyrir að vera alltaf í sókn og að vöruþróun skipi stóran sess í starfsemi fyrirtækisins.

„Við reynum að velta hækkunum ekki út í verðlagið og það litar uppgjörið að einhverju leyti,“ segir Andri Þór.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK