Fjölbreytt notagildi hampsins

Sigurður Hólmar segir Hampfélagið vilja draga úr fordómum gagnvart plötuninni.
Sigurður Hólmar segir Hampfélagið vilja draga úr fordómum gagnvart plötuninni. Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Hampfélagið hélt ráðstefnu í síðustu viku í Salnum í Kópavogi sem bar yfirskriftina Hampur fyrir framtíðina, þar sem lögð var áhersla á stöðu iðnaðar- og lyfjahampsræktunar hér á landi ásamt tækifærum til framtíðar.

Iðnaðar- og lyfjahampur er unninn úr sitthvorri kannabisplöntunni, en þær eru náskyldar.

Sigurður Hólmar Jóhannesson, formaður Hampfélagsins, segir að ýmsir hafi flutt erindi á ráðstefnunni um möguleika hamps bæði fyrir iðnað og í lækningaskyni.

„Á ráðstefnunni var fjallað um iðnaðarhampinn og allt það sem hægt er að gera úr honum. Til að mynda hvernig á að rækta hann og það sem hann hefur fram að færa bæði fyrir iðnað og heilsu fólks. Þá voru einnig haldin áhugaverð erindi allt frá ræktun og yfir í með hvaða hætti hann eykur lífsgæði fólks,“ segir Sigurður í samtali í Morgunblaðið.

Vilja draga úr fordómum

„Félagið var stofnað 2019 af fólki sem kemur úr mismunandi áttum en er allt áhugasamt um nýtingu hamps og allt það er viðkemur kannabisplöntunni. Aðkoma mín að félaginu var vegna veikinda dóttur minnar, sem er með alvarlega flogaveiki. Hún öðlaðist lífsgæðabreytingu með því að byrja að nota CBD-olíu (e. Cannabidiol), sem unnin er úr iðnaðarhampinum,“ segir Sigurður.

Hann segir félagið hafa meðal annars verið stofnað í þeim tilgangi að draga úr áratuga fordæmingu á plöntunum.

„Við viljum draga úr þessum fordómum sem hafa verið í gangi síðan 1930, þegar hampurinn var bannaður í Bandaríkjunum og svo í kjölfarið um víða veröld. Hann var svo bannaður á Íslandi árið 1969, þannig að það eru heilu kynslóðirnar hér á landi sem vita ekkert um plöntuna og við viljum breyta því,“ útskýrir Sigurður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK