Davíð Lúther nýr framkvæmdastjóri Oche Reykjavík

Davíð Lúther Sigurðarson er nýr framkvæmdastjóri Oche Reykjavík.
Davíð Lúther Sigurðarson er nýr framkvæmdastjóri Oche Reykjavík. Ljósmynd/Aðsend

Davíð Lúther Sig­urðar­son hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri veit­inga- og afþrey­ingastaðar­ins Oche Reykja­vík sem er staðsett­ur í Kringl­unni. Davið Lúther er einnig einn af eig­end­um staðar­ins. Oche er alþjóðleg veit­inga­húsa- og upp­lif­un­ar­keðja og er staðsett í alls tíu lönd­um.

Davíð Lúther stofnaði fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Si­lent árið 2009 sem var síðar sam­einað aug­lýs­inga­stof­unni Sa­hara sem hann einnig stofnaði árið 2016 og er í dag ein af fremstu og þekkt­ustu aug­lýs­inga­stof­um lands­ins.

Davíð Lúther var fram­kvæmda­stjóri en ákvað að hætta í aug­lýs­inga­geir­an­um á síðasta ári og söðla um. Einnig kynnti hann ís­lend­ing­um fyr­ir The Col­or Run þegar hann kom með það til lands­ins árið 2015 en er nú í eigu Senu Live. 

Oche Reykja­vík er á 3. hæð Kringl­unn­ar þar sem áður var Stjörnu­torg. Staður­inn býður upp á upp­lif­un og veit­ing­ar. Oche er með veit­ingastað, bar,  einka­her­bergi, 15 pílu­bása, 5 Shufle borð og 2 kara­oke her­bergi. Staður­inn tek­ur allt að 300 gesti í sæti í mat og drykk.

„Viðtök­urn­ar í haust hafa verið al­veg frá­bær­ar og við erum í skýj­un­um. Það hef­ur verið upp­bókað hjá okk­ur fimmtu­daga til laug­ar­daga síðustu 5-6 vik­ur. Aðrir dag­ar hafa verið einnig mjög fín­ir. Sunnu­dag­ar eru sér­stak­ir fjöl­skyldu­dag­ar en lokað er á mánu­dög­um hjá okk­ur,“ seg­ir Davíð Lúther.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka