Greinendur svartsýnir á stöðu Play

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.
Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Ljósmynd/Bernhard Kristinn

Stjórnendur Play hafa staðhæft að félagið þurfi ekki á auknu fjármagni að halda. Á þessu ári hefur gengi félagsins lækkað um tæp 90% en félagið er skráð á aðallista Kauphallarinnar.

Á fyrstu sex mánuðum þessa árs jukust tekjur félagsins en kostnaðurinn jókst að sama skapi. Tekjurnar jukust um 25% milli ára en kostnaðurinn um 29% milli ára. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) á fyrstu sex mánuðum 2024 var neikvæð um 24,9 milljónir bandaríkjadala.

Aukið framboð á beinu flugi yfir Atlantshafið og markaðssókn nágrannaþjóða til að laða að ferðamenn hafði neikvæð áhrif á rekstrarniðurstöðuna á öðrum ársfjórðungi, að því er fram kom í sex mánaða uppgjörstilkynningu hjá félaginu.

Eiginfjárhlutfallið 0,4% á síðasta ári

Rekstrarniðurstaða á fyrstu sex mánuðum 2023 var neikvæð um rúmar 16 milljónir dala. Þeir greinendur sem ViðskiptaMogginn hefur rætt við eru svartsýnir á stöðu félagsins. Á öðrum ársfjórðungi tapaði félagið 1,1 milljarði ISK og er það tvöfalt meira tap en á sama tíma í fyrra.

Tekjurnar jukust um 7% en kostnaðurinn jókst einnig. Rekstrarniðurstaðan á öðrum ársfjórðungi var einnig umtalsvert verri. Einingakostnaður jókst á öðrum ársfjórðungi og sagði í uppgjörstilkynningu að það væri sökum aðlögunar á framboði og viðhalds. Á síðasta ári var eiginfjárhlutfall Play 0,4% samanborið við 8,9% árið 2022.

Umfjöllunin í heild sinni birtist í Morgunblaðinu á morgun og á vef mbl.is ásamt viðtali við einn af stærstu hluthöfum í Play.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka