Greinendur svartsýnir á stöðu Play

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.
Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Ljósmynd/Bernhard Kristinn

Stjórn­end­ur Play hafa staðhæft að fé­lagið þurfi ekki á auknu fjár­magni að halda. Á þessu ári hef­ur gengi fé­lags­ins lækkað um tæp 90% en fé­lagið er skráð á aðall­ista Kaup­hall­ar­inn­ar.

Á fyrstu sex mánuðum þessa árs juk­ust tekj­ur fé­lags­ins en kostnaður­inn jókst að sama skapi. Tekj­urn­ar juk­ust um 25% milli ára en kostnaður­inn um 29% milli ára. Rekstr­arniðurstaða fyr­ir fjár­magnsliði og skatta (EBIT) á fyrstu sex mánuðum 2024 var nei­kvæð um 24,9 millj­ón­ir banda­ríkja­dala.

Aukið fram­boð á beinu flugi yfir Atlants­hafið og markaðssókn ná­grannaþjóða til að laða að ferðamenn hafði nei­kvæð áhrif á rekstr­arniður­stöðuna á öðrum árs­fjórðungi, að því er fram kom í sex mánaða upp­gjörstil­kynn­ingu hjá fé­lag­inu.

Eig­in­fjár­hlut­fallið 0,4% á síðasta ári

Rekstr­arniðurstaða á fyrstu sex mánuðum 2023 var nei­kvæð um rúm­ar 16 millj­ón­ir dala. Þeir grein­end­ur sem ViðskiptaMogg­inn hef­ur rætt við eru svart­sýn­ir á stöðu fé­lags­ins. Á öðrum árs­fjórðungi tapaði fé­lagið 1,1 millj­arði ISK og er það tvö­falt meira tap en á sama tíma í fyrra.

Tekj­urn­ar juk­ust um 7% en kostnaður­inn jókst einnig. Rekstr­arniðurstaðan á öðrum árs­fjórðungi var einnig um­tals­vert verri. Ein­inga­kostnaður jókst á öðrum árs­fjórðungi og sagði í upp­gjörstil­kynn­ingu að það væri sök­um aðlög­un­ar á fram­boði og viðhalds. Á síðasta ári var eig­in­fjár­hlut­fall Play 0,4% sam­an­borið við 8,9% árið 2022.

Um­fjöll­un­in í heild sinni birt­ist í Morg­un­blaðinu á morg­un og á vef mbl.is ásamt viðtali við einn af stærstu hlut­höf­um í Play.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK