Hafa áður farið á móti straumnum

Gengi bréfa Play hefur lækkað um tæp 90% á árinu.
Gengi bréfa Play hefur lækkað um tæp 90% á árinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólaf­ur Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Birtu seg­ir að líf­eyr­is­sjóður­inn hafi áður farið á móti straumn­um í fjár­fest­ing­um. Þetta seg­ir hann í viðtali við Morg­un­blaðið í dag þar sem hann ræðir um fyr­ir­ætlan­ir flug­fé­lags­ins Play um breytt rekstr­ar­lík­an. 

„Við fjár­fest­um til dæm­is í Heima­völl­um þegar töl­ur varðandi það fé­lag litu ekki vel út og fáir höfðu áhuga en síðan færðist rekst­ur­inn til betri veg­ar og það borgaði sig,“ seg­ir Ólaf­ur. „Það reyn­ir auðvitað stund­um á þolrif­in að standa með eig­in sann­fær­ingu enda er létt­ara að falla á for­send­um með fjöld­an­um.“

Ólaf­ur seg­ir að í því sam­bandi verði að horfa til þess að um sé að ræða aðeins lít­inn hluta af eigna­safni Birtu en fjár­fest­ing­in í Play nem­ur aðeins 0,2 pró­sent­um af heild­ar­eigna­safni Birtu.

„Með því erum við ekki að segja að fjár­hæðin skipti ekki máli en að fram­lag fjár­fest­ing­ar­inn­ar til heild­aráhættu eigna­safns­ins sé lítið.“

Ólaf­ur seg­ist vera ánægður með upp­lýs­inga­gjöf­ina hjá Play og töl­ur fyr­ir­tæk­is­ins séu fag­lega sett­ar fram. „Ég hef ekki rek­ist á neitt í rekstr­ar­töl­um fé­lags­ins sem ekki hef­ur verið upp­lýst um og við erum ánægðir með upp­lýs­inga­gjöf­ina,“ seg­ir Ólaf­ur.

Viðtalið er hluti af lengra viðtali og um­fjöll­un sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í morg­un og verður birt á viðskipta­vef mbl.is í hlut­um í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK