Líst vel á fyrirætlanir Play

Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu.
Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu. Ljósmynd/Aðsend

Ólaf­ur Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Birtu líf­eyr­is­sjóðs, seg­ir að sér lít­ist vel á fyr­ir­ætlan­ir Play um breytt rekstr­ar­lík­an. Birta líf­eyr­is­sjóður er einn af stærstu hlut­höf­um Play.

Flug­fé­lagið til­kynnti í síðustu viku að af­koma fé­lags­ins yrði und­ir vænt­ing­um og fé­lagið hygðist efla þjón­ustu fé­lags­ins til sól­ar­landa­áfangastaða frá Íslandi en draga tölu­vert úr um­svif­um tengiflugs milli Norður-Am­er­íku og Evr­ópu. Þá hef­ur fé­lagið hafið um­sókn­ar­ferli um flugrekstr­ar­leyfi á Möltu.

„Þess­ar aðgerðir eru kynnt­ar þannig að þær muni bæta rekst­ur­inn. Þeir sjá tæki­færi í að draga úr Am­er­íkuflugi og ein­blína á ferðir til sól­ar­landa. Þeir meta það svo að eft­ir­spurn­in sé eft­ir ferðum til Suður-Evr­ópu, þá er eðli­legt að rekstr­ar­líkan­inu sé breytt. Þeir telja að það sé arðbært að breyta rekstr­in­um með þess­um hætti,“ seg­ir Ólaf­ur og bæt­ir við að markaðshlut­deild á þeim leiðum sem Play ætli að ein­beita sér að sé mik­il.

Mörg­um spurn­ing­um ósvarað

Spurður hvort hann telji að þörf sé á meira fram­boði til sól­ar­landa en nú er seg­ir Ólaf­ur að mörg­um spurn­ing­um sé ósvarað varðandi breyt­ing­arn­ar á rekstr­in­um.

„For­stjóri Play met­ur það svo, en við bíðum spennt­ir eft­ir nán­ari kynn­ingu á því næst­kom­andi fimmtu­dag. Það er mörg­um spurn­ing­um ósvarað og það er þörf á að kynna þetta bet­ur fyr­ir okk­ur hlut­höf­um og við fáum þær upp­lýs­ing­ar á fimmtu­dag eins og aðrir,“ seg­ir Ólaf­ur.

Líta raun­sæj­um aug­um á stöðuna

Spurður hvort hann sé bjart­sýnn á framtíðar­horf­ur fé­lags­ins seg­ir Ólaf­ur að bæði hann og starfs­menn Birtu líf­eyr­is­sjóðs séu raun­sæ­ir og muni að sjálf­sögðu bregðast strax við ef for­send­ur breyt­ast.

„Við erum mjög meðvituð um það sem nefn­ist í fræðunum staðfest­ing­ar­skekkja (e. con­fir­mati­on bias) og för­um með málið í sam­ræmi við það hjá sjóðnum. Við horf­um á þessa fjár­fest­ingu til lengri tíma og horf­um ekki bara á já­kvæðu hliðarn­ar þegar við end­ur­met­um for­send­ur,“ seg­ir Ólaf­ur.

Hann seg­ir að for­svars­menn Birtu hygg­ist líta raun­sæj­um aug­um á stöðuna.

„Við vilj­um ekki tala inn í markaðinn. Þetta er skráð fé­lag og við vilj­um hvorki tala upp né niður þá stokka sem við eig­um hlut í. Eign­ar­hald okk­ar og breyt­ing­ar á því end­ur­spegla skoðun okk­ar. Við ætl­um bara að vera raun­sæ og meta stöðuna eft­ir því sem nýj­ar upp­lýs­ing­ar ber­ast. Við erum spennt fyr­ir af­komufund­in­um á fimmtu­dag­inn,“ seg­ir Ólaf­ur að lok­um.

Viðtalið er hluti af lengra viðtali og um­fjöll­un sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í morg­un og verður birt á viðskipta­vef mbl.is í hlut­um í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK