Umhverfisáherslur auka kostnað

Hvað aukinn kostnað vegna flokkunar og losunar/förgunar varðar benda SI …
Hvað aukinn kostnað vegna flokkunar og losunar/förgunar varðar benda SI á að gjald fyrir förgun á gleri og steinefnum hefur hækkað sex sinnum hjá Sorpu frá 1. júlí 2021. Það nemur 567% hækkun á þremur á hálfu ári. mbl.is/Árni Sæberg

Af stjórnendum fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði segjast 79% finna fyrir auknum kostnaði vegna áherslna á umhverfismál en 21% segist ekki finna fyrir aukningunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins (SI) þar sem greint er frá könnun sem SI létu gera meðal stjórnenda fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði. Könnunarkerfi fyrirtækisins Outcome framkvæmdi könnunina.

Skortur á fjárhagslegum hvötum

68% stjórnenda segja fyrirtæki sitt hafa haft frumkvæði að breytingum í rekstrinum eða umhverfi mannvirkjaiðnaðar sem hafi jákvæð umhverfisáhrif.

24% stjórnenda segja fyrirtæki sín ekki hafa haft frumkvæði að slíkum breytingum.

Könnunin leiddi í ljós samhljóm meðal stjórnenda um að skortur væri á fjárhagslegum hvötum til að hafa frumkvæði að aðgerðum sem hefðu jákvæð umhverfisáhrif og langtímasýn og samræmingu verkkaupa og stjórnvalda hvað varðar umhverfiskröfur.

567% hækkun á 3,5 ári

Sem fyrr segir kemur fram í könnuninni að 79% stjórnenda segjast finna fyrir auknum kostnaði vegna áherslna á umhverfismál.

Stjórnendur voru einnig beðnir um að gefa dæmi um aukinn kostnað. SI segja að greina megi tvo meginatriði, það er að segja kostnað vegna flokkunar og losunar/förgunar á jarðvegi og úrgangi annars vegar og kaup á nýjum vinnuvélum og tækjum hins vegar.

Hvað aukinn kostnað vegna flokkunar og losunar/förgunar varðar benda SI á að gjald fyrir förgun á gleri og steinefnum hefur hækkað sex sinnum hjá Sorpu frá 1. júlí 2021. Það nemur 567% hækkun á þremur á hálfu ári.

SI segja að á heildina litið sé lítið framboð af hreinorkuvinnuvélum en að þær sem eru til séu tvöfalt til þrefalt dýrari í innkaupum auk þess sem afkastageta þeirra er minni.

Enn fremur segir í tilkynningu SI að ekki sé hægt að ganga að því vísu að innviðir séu til staðar á framkvæmdasvæðum til að hlaða hreinorkuvinnuvélar.

Könnun Outcome var framkvæmd í september á þessu ári. Svarhlutfall hennar var 22%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka