Innherji: Níutíu prósentin hjá Controlant og Play

AFP

Inn­herji er skoðana­dálk­ur ViðskiptaMogg­ans

ViðskiptaMogg­inn hef­ur fjallað um erfiða stöðu hjá bæði Control­ant og Play. Það sem bæði fé­lög virðast eiga sam­eig­in­legt er áætlana­gerð sem ein­kenn­ist af alltof bjart­sýn­um hug­mynd­um stjórn­enda. Ef­laust eru stjórn­end­ur sann­færðir þegar skjöl­in eru út­bú­in en virðast ekki átta sig á mik­il­vægi þess að breyta og út­skýra tím­an­lega eða kannski það sem er enn mik­il­væg­ara, stýra vænt­ing­um fjár­festa.

Fjallað hef­ur verið um ábyrgð stjórn­enda í þess­um til­vik­um, einkum þegar um hluta­fjáraukn­ingu og fjár­mögn­un er að ræða, sem og ýmsa aðra upp­lýs­inga­gjöf. Fé­lög­in starfa á ólík­um markaði og eru jafn­framt ekki bund­in sömu upp­lýs­inga­gjöf vegna skrán­ing­ar. Bæði falla þau hins veg­ar í sömu gildruna, virðast kynna áætlan­ir sem eiga sér ekki stoð í raun­veru­leik­an­um.

Á hlut­hafa­fundi Control­ant í vik­unni voru kynnt­ar áætlan­ir sem sýna rekstr­ar­töl­ur þar sem áætl­un um kjarn­a­starf­semi er 90% lægri en upp­haf­leg­ar áætlan­ir. Þar var jafn­framt aug­ljóst að hlut­haf­ar eru sum­ir hverj­ir að missa þol­in­mæðina og virðast hóta lög­sókn­um á hend­ur stjórn­end­um. Ekki ein­ung­is vegna áætlana­gerðar, sem virðist hafa verið byggð á sandi, held­ur einnig vegna aðgerða fé­lags­ins sem miða að því að mis­muna hlut­höf­um. Sum­ir hlut­hafa virðast hafa fengið trygg­ingu fyr­ir því að þynn­ast ekki út miðað við ákveðið gengi við út­gáfu á nýj­um bréf­um. Þetta virðist ekki hafa verið kynnt öðrum hlut­höf­um né jafn­ræði viðhaft.

Stjórn­end­ur Control­ant eru reynd­ar ekki þeir fyrstu sem láta minni­hluta­vernd hlut­hafa sér í léttu rúmi liggja. Play er síðan með kynn­ing­ar­fund á morg­un fimmtu­dag þar sem þeir fara yfir rekst­ur 3. árs­fjórðungs og breyt­ing­ar á rekstr­ar­fyr­ir­komu­lagi fé­lags­ins. For­stjóri fé­lags­ins hef­ur sagt að hann þurfi ekki frek­ara fjár­magn til rekstr­ar­ins, samt ætl­ar hann að skila nei­kvæðu eig­in fé í lok árs enda stefn­ir rekst­ur­inn í enn meira tap en árið á und­an. Stjórn­end­ur hafa lýst yfir breyt­ing­um á leiðar­kerf­inu og sækja jafn­framt um flugrekstr­ar­leyfi á Möltu til að greiða fyr­ir fjöl­breytt­ari starf­semi. Hver er þessi fjöl­breytt­ari starf­semi sem fé­lagið vís­ar til og hef­ur þetta ein­hver áhrif á ís­lensk­an vinnu­markað? Aðilar í flug­geir­an­um eru ekki sam­mála um hvort þetta sé hluti af því að breyta sam­setn­ingu áhafna því þeir virðast þegar hafa það val. Hvað ligg­ur þá að baki þess­ari breyt­ingu með Möltu?

Gengi bréfa fé­lags­ins hef­ur fallið um tæp 90% á ár­inu og ljóst að til­trú markaðar­ins er lít­il sem eng­in. Þessu til viðbót­ar er ýmis und­ar­leg­ur orðróm­ur á sveimi í kring­um fé­lagið er varðar rekstr­ar­leigu á vél­um þess og fleiri atriði sem óþarfi er að nefna. Stjórn­end­ur fé­lags­ins munu án efa kynna fyr­ir­ætlan­ir sín­ar vel á fund­in­um og von­andi kveða í kút­inn ýms­an orðróm í kring­um fé­lagið. Slík­ur orðróm­ur er jafn mikið eit­ur fyr­ir rekst­ur og of bjart­sýn­ar áætlan­ir eða slök upp­lýs­inga­gjöf gagn­vart hlut­höf­um.

Von­andi geng­ur báðum fé­lög­um vel í bar­áttu sinni, við sem lít­il þjóð þurf­um sterk fyr­ir­tæki bæði er varðar ný­sköp­un og sam­göng­ur en kannski minna af stjórn­end­um sem virðast ekki tengd­ir við veru­leik­ann frek­ar en stjórn­mála­menn. Bæði fé­lög þurfa aug­ljós­lega meira fjár­magn. Mun­ur­inn á lof­orðum stjórn­mála­manna þegar þeir þurfa fjár­magn í lof­orð sín og stjórn­enda fé­laga er að stjórn­mála­menn­irn­ir geta alltaf seilst í vasa al­menn­ings sem hef­ur ekk­ert val.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK