Reyna að búa til dýpri tengingu og samtal

Kristinn Þór Sigurðsson verkefnastjóri hjá Sjávarklasanum.
Kristinn Þór Sigurðsson verkefnastjóri hjá Sjávarklasanum.

Tíu íslenskir og erlendir fjárfestar, bæði vísisjóðir og englafjárfestar, tóku þátt í fjárfestadegi Sjávarklasans nú nýverið.

Kristinn Þór Sigurðsson verkefnastjóri í klasanum segir í samtali við Morgunblaðið að erlendu fjárfestarnir hafi komið bæði frá Evrópu og Ameríku.

„Eitt af helstu markmiðum klasans með deginum er einmitt að laða að erlenda fjárfesta og vekja áhuga þeirra á íslenskri nýsköpun,“ segir Kristinn.

Sjávarklasinn heldur fjárfestadaginn einu sinni til tvisvar á ári.

Bala Kamallakharan, stofnandi Startup Iceland og Iceland Venture Studio.
Bala Kamallakharan, stofnandi Startup Iceland og Iceland Venture Studio.

„Við vorum síðast með fjárfestadag í febrúar á þessu ári og erum þegar byrjuð að skoða hvenær sá næsti verður.“

Hann segir að dagurinn hafi gengið mjög vel. „Uppleggið er að hver fjárfestir fær sitt fundarrými og óskar eftir að hitta ákveðin sprotafyrirtæki. Stefnumótið stendur svo í tuttugu mínútur. Farið er yfir framtíðarplön sprotans og hvaða vandamál hann hyggst leysa.“

Kristinn segir að fjárfestadagur klasans sé frábrugðinn öðrum sambærilegum viðburðum hér á landi þar sem fyrirtæki halda kynningar fyrir alla fjárfesta í einu í stuttan tíma. „Með okkar aðferð erum við að reyna að búa til dýpri tengingu og samtal milli fjárfesta og fyrirtækja. Fjárfestar eru mjög ánægðir með þessa nálgun og sprotarnir sömuleiðis.“

Jón Ingi Bergsteinsson, frumkvöðull og stofnandi IceBAN.
Jón Ingi Bergsteinsson, frumkvöðull og stofnandi IceBAN.

Kristinn segir að samtalið milli aðilanna verði öðruvísi þegar fyrir fram er vitað að fjárfestirinn hafi raunverulegan áhuga á fyrirtækinu. „Það gefst meiri tími til að útskýra hlutina en í hefðbundnum kynningum í sal.“

Mæta næst í eigin persónu

Erlendu fjárfestarnir komu frá Noregi, Finnlandi, Portúgal, Þýskalandi og Ameríku. „Við erum mjög ánægð með að hafa fengið þá til okkar.“

Flestir erlendu fjárfestarnir tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað á netinu. „Það er fyrsta skrefið en fjárfestarnir hafa sent mér skilaboð í kjölfarið og lýst áhuga á að mæta næst í eigin persónu.“

Vala Valþórsdóttir, frumkvöðull - Marta Hermansdóttir, fjárfestingastjóri Eyrir Venture, Kristinn …
Vala Valþórsdóttir, frumkvöðull - Marta Hermansdóttir, fjárfestingastjóri Eyrir Venture, Kristinn Þór Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Sjávarklasanum.

Kristinn segir aðspurður að fjárfestarnir hafi sumir verið sérhæfðir í bláum fjárfestingum, þ.e. fjárfestingum í nýsköpun tengdri sjávarútvegi og fiskeldi, en aðrir fjárfesti þvert á atvinnugreinar. „Þar má nefna Frumtak, Eyri Venture, Nordic Ignite og Iceland Venture Studio. Einnig tóku þátt þrír englafjárfestar sem fjárfesta í fyrirtækjum þar sem þeir sjá möguleika í að auka virði með aðkomu sinni.“

Fyrirtækin sem þátt tóku voru flest tengd sjávarútvegi og fiskeldi en einnig voru fyrirtæki í líftækni, hugbúnaði, heilbrigðistækni og gervigreind. „Við erum alltaf að stækka mengið og einblínum ekki bara á bláa hagkerfið.“

Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans - Kjartan Ingvarsson frá Umhverfis-, orku- …
Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans - Kjartan Ingvarsson frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu.

Tveir erlendir sprotar voru með í þetta sinn. „Swiss Blue Salmon frá Sviss er að byggja upp fiskeldisstöð í heimalandinu. Svo kom bandarískt fyrirtæki sem vill flytja kollagen frá Íslandi til Bandaríkjanna.“

Oddur Ísar Þórsson verkefnastjóri hjá Sjávarklasanum og Hans Emil Atlason …
Oddur Ísar Þórsson verkefnastjóri hjá Sjávarklasanum og Hans Emil Atlason frumkvöðull

Kristinn rifjar upp fyrsta fjárfestadag Sjávarklasans sem haldinn var 2013. „Þá voru til dæmis tvö fyrirtæki meðal þátttakenda sem eru orðin risastór í dag, Kerecis og Controlant. Vonandi eru einhver fyrirtæki núna sem eiga eftir að stækka eitthvað í líkingu við þessi tvö,“ segir Kristinn að lokum.

Sveinn Sigurður Jóhannesson og Pétur Már Bernhöft stofnendur GreenFish.
Sveinn Sigurður Jóhannesson og Pétur Már Bernhöft stofnendur GreenFish.
Andri Heiðar Kristinsson, fjárfestingastjóri Frumtak Ventures ásamt Önnu Björk Theórsdóttur …
Andri Heiðar Kristinsson, fjárfestingastjóri Frumtak Ventures ásamt Önnu Björk Theórsdóttur og Brynjólfi Borgar Jónssyni.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka