Uppgjörið vonbrigði að mati forstjóra en bjartsýnn á framhaldið

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.
Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Bernhard Kristinn

Flug­fé­lagið Play er með til skoðunar að auka hluta­fé fé­lags­ins og eft­ir at­vik­um sækja fjár­mögn­un í tengsl­um við nýtt flugrekstr­ar­leyfi. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í til­kynn­ingu fé­lags­ins í tengsl­um við upp­gjör þriðja árs­fjórðungs þessa árs.

For­stjóri Play hef­ur hingað til sagt að fé­lagið muni ekki sækja meira fjár­magn. Á af­komufundi nefndi for­stjór­inn að rekstr­arniðurstaða fé­lags­ins væri von­brigði. Hann til­greindi að ekki hafi verið tekið ákvörðun um hvar, hvenær og hvernig fyr­ir­tækið sæki sér meira fjár­magn.

Heild­artap fé­lags­ins nam 27,1 millj­ón Banda­ríkja­dala á fyrstu þrem­ur árs­fjórðung­um þessa árs sem nem­ur rúm­um 3,7 millj­örðum ís­lenskra króna miðað við meðal­gengi fyrstu þrjá mánuði þessa árs.

Rekstr­arniðurstaða fyr­ir fjár­magnsliði og skatta (EBIT) var 15,3 millj­ón­ir banda­ríkja­dala á fyrstu þrem­ur mánuðum árs­ins sem nem­ur 2,1 millj­arði ís­lenskra króna ef miðað er við meðal­gengi tíma­bils­ins. 

Úr fjárfestakynningu Play.
Úr fjár­festa­kynn­ingu Play.

Lausa­fjárstaðan 5,5 millj­arðar ís­lenskra króna

Lausa­fjárstaða Play er 39,8 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala sem er um 5,5 millj­arðar ís­lenskra króna miðað við meðal­gengi fyrstu þrjá árs­fjórðunga og hef­ur því auk­ist um 0,6 millj­ón­ir banda­ríkja­dala á milli ára. Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að leigu­greiðslum vegna flug­véla PLAY sé þannig háttað að þær eru hærri yfir sum­ar­tím­ann en lægri á vet­urna. Lækk­un leigu­greiðslna yfir vetr­ar­mánuðina 2024-2025 nem­ur 4,3 millj­ón­um banda­ríkja­döl­um miðað við síðasta ár. Í apríl jók fé­lagið hluta­fé sitt um 32 millj­ón­ir dala. Í lok ann­ars árs­fjórðungs var lausa­fjárstaða Play 51,4 millj­ón­ir dala eða sem nem­ur 7 millj­örðum króna.

Flug­fé­lagið kynnti í síðustu viku nýtt rekstr­ar­lík­an en fé­lagið mun sækja um nýtt flugrekstr­ar­leyfi á Möltu og jafn­framt ein­blína á sól­ar­landa­ferðir til Suður-Evr­ópu. Gert er ráð fyr­ir að nýtt viðskiptalík­an verði raun­gert að fullu á næstu 12-18 mánuðum. Að breyt­ing­un­um lokn­um er gert ráð fyr­ir að sól­ar­landa­flug fé­lags­ins telji um 35% af rekstr­in­um en var áður 25%, leigu­verk­efni verði um 35% og að tengi­leiðakerfið verði um 30% en var áður 75%.

Hliðar­tekj­ur dróg­ust sam­an á þriðja árs­fjórðungi

Rekstr­arniðurstaða (EBIT) var já­kvæð um 9,6 millj­ón­ir banda­ríkja­dala á þriðja árs­fjórðungi 2024 sem er 3,7 millj­ón­um banda­ríkja­dala lak­ari niðurstaða en á sama tíma í fyrra þegar rekstr­arniðurstaðan var 13,4 millj­ón­ir banda­ríkja­dala.

Heild­ar­tekj­ur á þriðja árs­fjórðungi voru 100,5 millj­ón­ir banda­ríkja­dala, sam­an­borið við 110,2 millj­ón­ir banda­ríkja­dala í fyrra. 

Á sama tíma dróst fram­boð á sætis­kíló­metr­um (ASK) sam­an um 5,2% á milli ára. Tekj­ur af meðal­flug­far­gjaldi dróg­ust sam­an um 9% á milli ára sem rekja má til auk­inn­ar sam­keppni í flugi yfir Atlants­hafið. Hliðar­tekj­ur námu 30,1 millj­ón banda­ríkja­dala og dróg­ust því sam­an um 1,8 millj­ón banda­ríkja­dala frá fyrra ári. Sam­drátt­ur í hliðar­tekj­um kem­ur þó heim og sam­an við sam­drátt í farþega­fjölda þar sem hliðar­tekj­ur á farþega í þriðja árs­fjórðungi voru óbreytt­ar í 58 banda­ríkja­döl­um.

Heild­ar­tekj­ur á hvern fram­boðinn sætis­kíló­metra (TRASK) voru 5,8 banda­ríkja­sent sam­an­borið við 6,1 banda­ríkja­sent árið 2023. TRASK dróst þannig sam­an um 5% á milli ára vegna mjög auk­ins fram­boðs á flugi yfir Atlants­hafið sem þrýsti niður verðlagn­ingu fé­lags­ins. Arðbær­ir áfangastaðar PLAY í Evr­ópu náðu ekki að bæta upp fyr­ir tap á flugi til og frá Norður-Am­er­íku. TRASK jókst þó um 14% frá öðrum árs­fjórðungi 2024. 

Kostnaður á hvern fram­boðinn sætis­kíló­metra (CASK) dróst sam­an um 1% á milli ára, úr 5,32 banda­ríkja­sent­um í 5,26. Kostnaður á hvern fram­boðinn sætis­kíló­metra að und­an­skildu eldsneyti (CASK ex-fuel) jókst um 4% á milli ára, úr 3,39 banda­ríkja­sent­um í 3,53 banda­ríkja­sent. Það má helst rekja til sam­drátt­ar í fram­boði á sætis­kíló­metr­um en jafn­framt hækk­un­ar launa hjá fé­lag­inu.

PLAY flutti 521 þúsund farþega á þriðja árs­fjórðungi 2024 en sæta­nýt­ing var 89% á tíma­bil­inu í sam­an­b­urði við 88% á sama tíma í fyrra. Flugrekst­ur gekk vel á árs­fjórðungn­um en stund­vísi PLAY mæld­ist 89%, sam­an­borið við 85% í fyrra.

Boðar stór­bætta rekstr­arniður­stöðu

Í upp­gjöri Play seg­ir að ýms­ir þætt­ir sem bendi til þægi­legri rekstr­ar á kom­andi vetri miðað við þann síðasta. Þar á meðal eru hærra TRASK horft fram á veg­inn, lægra olíu­verð, til­tölu­lega stöðugt ástand á Reykja­nesi og samn­ing­ur um ACMI-leigu vél­ar í flota PLAY til Miami í vet­ur.

Haft er eft­ir Ein­ari Erni Ólafs­syni, for­stjóra Play í til­kynn­ingu:

„Þetta eru mikl­ar breyt­ing­ar á grund­vall­ar­rekstri PLAY en flug­fé­lagið verður áfram ís­lenskt fyr­ir­tæki, með höfuðstöðvar og helstu starf­semi á Íslandi sem stát­ar af framúrsk­ar­andi at­vinnu­mönn­um í sínu starfsliði. Við erum þess full­viss að þess­ar breyt­ing­ar verða arðbær­ar og ég hlakka til að færa fjár­fest­um okk­ar og hörkudug­legu starfs­fólki frétt­ir af stór­bættri rekstr­arniður­stöðu ásamt því að færa lands­mönn­um meiri sól á betra verði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK